Saga - 1982, Blaðsíða 283
ÞRJÚ RIT UM SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN
281
atburði koma í hugann við lestur bókanna þriggja. í bók Matthí-
asar er t.d. eftirfarandi frásögn Matthíasar Bjarnasonar, alþingis-
manns:
Ólafur hafði mörgum árum áður, að mig minnir 1937, verið á
fundi á Isafirði. Þá voru kratar þar allsráðandi, enda var bær-
inn kallaður Rauði bærinn. Þeir ákváðu að gera honum gramt
í geði, og var gamalgróinn og æstur krati fenginn til að standa
upp undir miðri ræðu Ólafs og veifa kylfu. Hann átti að segja
um leið: „Þetta er kylfan, sem þú lézt smíða til að berja á
verkalýðnum í Reykjavík.“ Þegar Ólafur var kominn í miðja
ræðu, stendur karl upp, veifar kylfunni og segir: „Þetta er
kylfan, sem þú lézt smíða til að berja á verkalýðnum í Reykja-
vík.“
Það er hátt upp á senuna í Alþýðuhúsinu á ísafirði. Ólafur
beygir sig niður og segir: „Heyrðu, vinur minn, lofaðu mér að
sjá þessa kylfu.“ Karlinum fataðist í hlutverkinu og rétti Ólafi
kylfuna. Ólafur reisir sig upp, horfir á kylfuna og handleikur
hana vandlega, beygir sig svo niður aftur, réttir karlinum og
segir: „Gjörðu svo vel, vinur minn, það verður ekki á ykkur
logið, ísfirðinga, að þið eigið góða iðnaðarmenn“ — og síðan
hélt hann áfram ræðunni. (II. bindi, bls. 389—390).
Hannibal Valdimarsson lýsir sama fundi m.a. þannig:
...tók Finnur Jónsson til máls og vék máli sinu að ráðherra-
tímabili Ólafs Thors haustið 1932, uppþotinu 9. nóvember og
aðgerðum Ólafs þá sem æðsta varðar laga og réttar. Þetta kvað
Finnur vera reynslu verkalýðsins af Ólafi Thors í valdastóli, en
nú snérust kosningarnar einmitt um það, hvort alþýðustéttir
landsins vildu meira af svo góðu. Er Finnur hafði þetta mælt
og nefnt kylfusmíði Hjálmars Þorsteinssonar að beiðni dóms-
málaráðherra, mótmælti Ólafur og kvað Finn fara með ósann-
indi. Brá þá við verkamaður, sem tekið hafði sér sæti á fremsta
bekk, brá undan treyju sinni svartri eikarkylfu og rétti Finni
Jónssyni gripinn. Finnur tók við (enda var þetta undirbúið)