Saga - 1982, Blaðsíða 134
132
BERGSTEINN JÓNSSON
fólki hans í húsi verzlunarstjóra Lefolii verzlunar á Eyrarbakka,
Guðmundar Thorgrimsen. Bar hann hugmyndina undir Jón
Hjaltalín, og segir sagan, að hann hafi verið henni meðmæltur,
þótt síðar snerist hann heldur gegn vesturferðum. Páll var svo hjá
foreldrum sínum á Stórutjörnum veturinn 1871-72 og kenndi
ensku heimamönnum og fleirum, sem áformuðu vesturför auk
þess sem hann las með piltum undir latínuskólann.
Þarna um slóðir höfðu margir til skamms tíma búið sig undir
búferlaflutninga til Brasilíu, og enn voru einhverjir virkir í félags-
skap um slík áform, þrátt fyrir mörg vonbrigði og tíð á liðnum
árum, þegar hver tilraunin af annarri til þess að komast þangað
hafði farið út um þúfur. En hugmyndin um flutninga til Norður-
Ameriku varð fljótlega einráð meðal þeirra, sem á landflótta
hugðu.
Þegar hér er komið sögu eru vesturfarir af íslandi rétt að hefj-
ast, og höfðu nokkur síðustu árin fáeinir menn flutzt þangað, auk
mormóna sem frá 1855 höfðu öðru hvoru verið að tínast vestur.
Enn höfðu engir hópflutningar farið fram, en greinilegt var að
seiðurinn var að hefjst hér, sem um þessar mundir fór um alla
Evrópu.
Yfirleitt voru fyrstu vesturfararnir af íslandi betur fallnir og
búnir til slíkrar ráðabreytni en margir sem síðar fóru, og er það
ekki óeðlilegt, þegar að er gáð. Hér var einkum um að ræða fólk á
léttasta skeiði, bærileg stætt fjárhagslega og flest á ýmsan hátt vel
undir ferðina og lífsvenjubreytingar búið.
Vorið 1872 var Páli ekki frekar að vanbúnaði, og voru i för með
honum eldri bróðir hans, Haraldur, kona hans María Sigurðar-
dóttir frá Ljósavatni, frændi hans Hans B. Thorgrimsen, einka-
sonur faktorshjónanna á Eyrarbakka, og álitlegur hópur fólks
bæði að sunnan og norðan. Munu alls hafa verið 17 manns í
hópnum, þar af tvö börn.
Farið var frá Eyrarbakka 13. júní 1872 með kaupskipi til Liver-
pool. Þaðan var haldið með línuskipi 2. júlí og komið til Quebec
hinn 15. sama mánaðar. Áfram var svo haldið með lest til Mil-
waukee í Wisconsinríki í Bandaríkjunum.
Þegar þangað var komið sneru menn sér að því að verða sér út