Saga - 1982, Blaðsíða 56
54
GUÐRÚN ÁSA GRÍMSDÓTTIR
Brandur Jónsson ábóti og síðar biskup á Hólum var samtíma-
maður ofannefndra klerka. Hans er mjög oft getið við sáttafundi.
Hann var eins og kunnugt er, ötull forsvársmaður kirkjunnar og
var lærifaðir Árna biskups Þorlákssonar sem varð öðrum fremur
til þess að vinna að nýskipan kirkjumála á íslandi á 13. öld (Árna
saga, 6).
Brands er getið ásamt Sigvarði biskupi í meðalgöngu á fundi við
Hvítárbrú 1242, en hann gerði einn um sættir milli Gissurar
Þorvaldssonar og Hrafns Oddssonar 1253 og hann er nafngreind-
ur ásamt Sigvarði biskupi, þegar þeir Gissur og Hrafn veittu hvor
öðrum tryggðir (Sturl. I, 569; Sturl. II, 186, 313). Brands er tví-
vegis getið við friðarsamninga í frásögn af deilum Sæmundar og
Guðmundar Ormssonar við Ögmund Helgason í Kirkjubæ, en í
fyrra sinn kemur fram, að í handritum Sturlungu sem runnin eru
frá Reykjarfjarðarbók (AM 122 b fol.) er lögð meiri áherzla á
vilja Brands ábóta til þess að láta frið haldast en gert er í Króks-
fjarðarbók (AM 122 a fol.). Handrit runnin frá Reykjarfjarðar-
bók eru einnig ein til frásagnar um þátt Brands að dómum og sátt-
um í deilumálum Sighvats Sturlusonar og Þorvalds á Grund
(Sturl. II, 110, 121, 303 sbr. Björn M. Ólsen, Um Sturlungu, 473
um Þorgils sögu skarða sem talin er viðbót safnanda forrits
Reykjarfjarðarbókar, og um handrit Sturlungu, sjá inngang Kr.
Kálund, Sturl. I, I -LXXI og Jón Jóhannesson: Um Sturlunga
sögu xiii -xvi Sturl. II 1946).
í Þorgils sögu og Hafliða er lögð rík áherzla á að segja af hlut-
deild klerkvígðra manna til þess að koma á friði og sáttum. Nafn-
greindir prestar miðla þar oft málum (Sturl. I, 31, 34, 35, 36-37,
41, 42). Sagan er ótvírætt rituð í þeim anda, að sýnt verði að það
er hlutverk kennimanna að gera jöfnuð þar sem ójöfnuður og
ófriður ríktu. Jón Jóhannesson taldi, að klerkleg áhrif í sögunni
kynnu að vera leifar frá áhrifavaldi Gissurar biskups ísleifssonar
(Sturl. II, 1946, xxiii). Mun líklegra er að í henni gæti fremur
áhrifa kennisetninga kirkjunnar um hlutverk kennimanna og boð-
orða hennar um friðhelgi kennimanna og friðsemi.
Enn fleiri dæmi má finna í Sturlungu um presta að sáttastörf-
um. í Guðmundar sögu dýra eru prestar nefndir við gerðardóma