Saga - 1982, Blaðsíða 55
UM AFSKIPTI ERKIBISKUPA
53
Prestarnir Snorri Narfason á Skarði, Torfi Guðmundarson í
Hjarðarholti og Páll Hallsson á Staðarhóli voru allir auðugir
menn, sátu vildarjarðir og voru handgengnir Sturlungum. Þeirra
er ekki getið í liðsafnaði eða bardaga, en eru oft nefndir, þegar
leitað var friðar og vináttu. Snorri prestur Narfason og Torfi
Prestur Guðmundarson eru báðir nefndir sem vottar að vináttu-
samningi Þorvalds Vatnsfirðings og Sturlu Sighvatssonar 1223
(Sturl. I, 368). Snorri prestur kom á sáttum í vígsmáli, sem varð
mil‘i Olafs Þórðarsonar í Hvammi og bónda úr Búðardal (s.r.
464, 472). Órækja sendi Snorra prest og Guðmund prest Þórðar-
son á Felli og þriðja mann óvígðan til þess að leita sátta við Sig-
hvat Sturluson (s.r. 477). Snorri prestur fékk Sturlu Þórðarsyni
Peykjahóla til þess að greiða úr deilum Sturlu og Órækju um
staðfestu í Borgarfirði (s.r. 549). í deilum Sturlu Þórðarsonar og
Hrafns Oddssonar (1257), sem segir af í Þorgils sögu skarða, var
komið á griðum og sáttum með því móti, að prestar komu til
sattafundar og gerðu um sættir ásamt einum leikmanni. Við þenn-
an sáttafund er Snorri prestur Narfason nefndur, en aðrir kenni-
menn voru Ketill prestur Þorláksson, Guðmundur prestur Ólafs-
s°n, Páll prestur í Langadal, Snorri prestur Þórðarson undan Felli
°g Þorkell prestur (Sturl II, 290-91).
Björn M. Ólsen taldi að Torfi prestur Guðmundarson í Hjarð-
arholti hefði viða verið heimildarmaður Sturlu Þórðarsonar í
Jsiendingasögu (Björn M. Ólsen, Um Sturlungu, 424-25). Torfi
emur aðallega við söguna sem mannasættir og er einkar líklegt
^ Presturinn hafi ekki haldið hlut sínum að friðarstarfi leyndum.
ann bað Sturlu Þórðarson að sættast við ófriðarmenn í héraði,
ann fór með sáttaboðum við annan mann milli þeirra Sturlu
'ghvatssonar og Þórðar Sturlusonar, þegar þeir voru ósáttir og
ann var oft sendur í ferðir til þess að leita sátta og griða (Sturl. I,
85, 390-91, 393, 397). lorfi prestur var við sáttafundi milli
turlu Þórðarsonar og Vatnsfirðinga (s.r. 419, 420) og á einum
stað segir af því í beinni ræðu með kennimannlegri tilvísun í það
Sem ætti að verða fyrir guðs sakir, að Torfi bauðst til að fara með
sattaboð milli Vatnsfirðinga og Sturlu Þórðarsonar, þegar þeir
h°fðu rofið sættir sín á milli (s.r. 430).