Saga - 1982, Blaðsíða 143
GJÖRNINGAVEÐRIÐ 1884
141
Eitt sinn sem oftar lenti Villi á drykkjuslarki með nokkrum
Norðmönnum og lauk svakkinu með hörku-slagsmálum. Norsar-
amir höfðu raunar áður borið saman ráð sín, og átti nú að sýna
ViHa í tvo heimana. Þeir höfðu með sér dálitla hernaðaráætlun og
reðust til atlögu samkvæmt henni. Nú hlaut Villi að lúta í lægra
haldi. Þegar þeir höfðu komið honum undir og tóku að þjarma að
honum, kom skipstjórinn vinur hans á vettvang. Hann reyndi allt
hvað hann mátti til að sefa landa sína, en það tókst honum ekki
fyrr en þeir höfðu leikið Villa allgrátt. Fengust þeir þá til að
sleppa honum gegn loforði um, að hann réðist ekki á þá að fyrra
hragði, og að skipstjórinn tæki ábyrgð á, að hann héldi það heit.
Þegar Villi hafði losnað úr þrönginni, var hann bæði æstur og
heiftúðugur mjög. Greip hann til kjarnyrða sinna og gerðist ærið
gifuryrtur. Var hann ægilegur ásýndum, þar sem hann stóð einn
saman utan hópsins, blóðugur og marinn, og þuldi kynngimagn-
aðar bölbænir yfir óvinum sínum. Meðal annars kvaðst hann
leggja svo á, að Andskotinn brjálaði og bryti innan sólarhrings
allan skipaflota Norðmanna, sem við Hrísey væri. Við þessar
°bænir setti norsku sjómennina hljóða. Skipstjórinn, vinur Villa
°g hjálparhella, spurði með alvörusvip: ,,Á mitt skip að fara
hka?“, og Villi svaraði að bragði: ,,Nei, vinur. Þitt skip verður
eftir.“ Hélt svo hver sína leið. Villi slangraði burt einn sér, vildi
ekki blanda geði við vin sinn né neinn annan, fór eitthvað út í
haga og kom ekki í hús þá nótt.
Ekki var langt liðið á næsta dag, þegar skyndilega skall á
afspyrnurok af suðvestri, og gætti þess miklu mest í Hrísey.
Afleiðingar þessa sviptibyls urðu þær að norski skipaflotinn við
eyna skemmdist allur meira eða minna. Fjöldi skipa lá strandaður
1 fjöru og ekkert þeirra komst á flot aftur. Nokkur héngu á floti,
brotin og brömluð og höfðu misst möstur og reiða. Aðeins eitt
beirra lá óskemmt á höfninni, skip það, sem vinur Villa stýrði.
Eegar norsku síldveiðimennirnir litu yfir hinar ömurlegu leifar
hins áður glæsta skipaflota, þótti þeim augljóst að Villi,
brykkjubróðir þeirra, hefði eytt honum með göldrum. Þeir vildu
bví ná til hans og láta hann gjalda fyrir með lífi sínu, en hann