Saga - 1982, Blaðsíða 281
ÞRJÚ RIT UM SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN
279
félagar í Þjóðernishreyfingu íslendinga, sem var „sambland
íhalds- og nasistaflokks“ í 6. og 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokks-
ins, en flokkurinn fékk 8 fulltrúa kjörna.
I II. bindi bókarinnar er aftur vikið að íslenskum nasistum og
kvartað yfir því að ,,reynt hefur verið að koma nasistaorði á Sjálf-
stæðisflokkinn og Morgunblaðið, enda þótt sýnt hafi verið fram
á, að þessir aðilar greiddu nasistum hér á landi banahöggið, er
þeir guldu afhroð í kosningunum 1938“ (bls. 346).
Matthías er hér í feluleik; hann víkur sér undan að ræða þá
staðreynd, að ,,ásakanir“ um tengsl Sjálfstæðisflokksins og nas-
isma eru fyrst og fremst byggðar á árunum fyrir 1938. Kosning-
arnar 1938 breyta engu um þau ár; sagan verður ekki lesin aftur á
bak. Matthías getur einfaldlega ekki leyft sér að afgreiða þetta
mál með þessum hætti.*
Notkun og gildi heimilda
Bókin um Gunnar Thoroddsen og Valdatafl byggja að mestu á
viðtölum, þó að heimildamenn í Valdatafli séu yfirleitt ekki nafn-
greindir. Bækurnar tvær fjalla einnig að verulegu leyti um sömu
atburði, einkum stjórnarmyndun Gunnars og aðdraganda henn-
ar. í Valdatafli er fullyrt, að Gunnar hafi átt frumkvæði að
stjórnarmynduninni rétt eftir 20. janúar 1980 (sbr. bls. 189—190).
Gunnar segir sjálfur, að framsóknarmenn hafi átt frumkvæði, en
ekki fyrr en 29. janúar (sbr. bls. 189—191 og 197—201). Bæk-
urnar eru því ósammála um tvö mikilvæg atriði: (1) Hvenær
stjórnarmyndunarviðræður hófust og (2) Hver átti frumkvæði að
Þeim. Andstæðingar Gunnars í Sjálfstæðisflokknum halda því
* Auk greinar Ásgeirs skal minnt á nýleg ummæli Þórs Whiteheads í ritfregn,
þar sem vikið er að ,,dálæti“ Einars Olgeirssonar á „þeim orðum, sem nokkrir
Sjálfstæðisþingmenn hlynntir þýskum nasistum létu falla um samninginn.“
Saga, 1981, bls. 314. Þór mun m.a. eiga við tilvitnun á bls. 211 í bók Einars og
Jóns Guðnasonar: Islnad ískugga heimsvaldastefnunnar. ,,Samningurinn“ er
herverndarsamningur íslands og Bandaríkjanna frá 1941; þremur árum eftir
að „Sjálfstæðisflokkurinn varð banaþúfa nazismans á íslandi", að mati
Matthíasar, II. bindi, bls. 347.