Saga - 1982, Blaðsíða 242
240
EINAR MÁR JÓNSSON
Þau fyrirbæri, sem hrærast i ,,miðtíma“ eru hins vegar allt
annars eðlis, því að þau hafa tilhneigingu til að endurtaka sig með
nokkurra ára eða e.t.v. frekar nokkurra áratuga millibili. Á okkar
stormasömu 20. öld fer tiltölulega lítið fyrir fyrirbærum af þessu
tagi, en auðvelt er að finna dæmi þeirra í eldri sögu, Braudel nefn-
ir t.d. þær kreppur sem komu með nokkuð jöfnu millibili í kap-
ítalískum þjóðfélögum 19. aldarinnar og hagfræðingum þeirra
tíma virtust þegar mjög reglulegar; og í enn víðara skilningi rna
setja í þennan flokk allar bylgjuhreyfingar efnahagslífsins sem
endurtaka sig. En miðtíminn er ekki einungis tími hagfræðinnar: i
honum hrærast fjöldamörg ólík fyrirbæri, eins og til dæmis drep-
sóttir á fyrri öldum sem komu oft með 20-30 ára millibili, og
Braudel telur einnig meðal þeirra ýmis mynstur atburða, sem
endurtaka sig, t.d. mynstur styrjalda á fyrri tímum, sem háðar
voru með allreglulegu millibili og fylgdu ströngum reglum um
framkomu og hernaðarlist. í stórum dráttum er hægt að segja að
bylgjulengd miðtímans séu áratugir, — ef menn vilja nefna ákveðna
tölu mætti nefna 30 ár sem talin eru tími einna kynslóðar, og hann
lítur einna helzt út fyrir að vera hringlaga.
,,Langtími“ er okkur enn meira framandi vegna þeirra gífut'
legu breytinga, sem orðið hafa á 20. öld. Meðal þeirra fyrirbæra,
sem tilheyra þessari ,,bylgjulengd“ nefnir Braudel t.d. ýmsa at-
vinnuhætti fyrri tíma, sem breyttust nánast ekkert öldum saman,
stéttaskiptingu eins og aldalanga skiptingu Evrópumanna í bænd-
ur, aðalsmenn og klerka, loftslag og gróðurfar, sem breytist að
vísu mjög hægt, og sambúð manna við landið. „Bylgjulengd
slíkra fyrirbæra er öldin, eða kannski enn lengra tímabil: frá sjon-
armiði einstaklings virðast þau nánast sögulaus.
Ef litið er á verk Lucien Febvre og Marc Bloch í ljósi þessara
kenninga lærisveinsins, má segja að viðfangsefni þeirra hafi eink-
um verið samspil ýmissa þeirra fyrirbæra, sem tilheyra miðtímn
og langtíma. Fernand Braudel stefndi hins vegar enn hærra, Þv*
að hann vildi hefja atburðasöguna aftur til vegs og virðingar |
þessu nýja samhengi, og skrifa heildarsögu, þar sem fjallað væn
um öll fyrirbæri sögunnar hvert á sínum stað. Þetta reyndi hann
að gera í verki sínu Miðjarðarhafið og Miðjarðarhafslöndin á öld