Saga - 1982, Blaðsíða 306
304
RITFREGNIR
í síðasta kafla, Vinnuhjú sem stétt, eru rakin ýmis dæmi um vaxandi
samstöðu hjúa. Þar er bent á, að félagsleg tengsl og búsetuhættir
bændasamfélagsins hafi verið slíkri samstöðu fjötur um fót og þess getið
til, að hjú kunni að hafa litið á vinnumennsku sem timabundið ástand,
uns þau sjálf hæfu búskap, og kunni þetta að hafa dregið úr
samstöðuvilja þeirra. Þetta er umdeilanlegt. Víst er, að fjöldi hjua
stofnaði aldrei heimili. Þau ættu að hafa haft annað viðhorf, einkum eftir
að miðjum aldri var náð, en þá kann óttinn við athvarfsleysi á elliárunum
að hafa dregið úr þeim kjark. Auk þess bendir bréfið frá íslands
fátæklingum til þess, að hjú eða jafningjar þeirra hafi getað gripið
tækifæri til að ná rétti sinum, ef það gafst. Hér þarf að fara varlega i
sakirnar, og það tekur Guðmundur reyndar fram.
Heimildaskrá fylgir ritinu eins og vera ber. Nokkra undrun vakti, hve
fáar óprentaðar heimildir hafa verið hagnýttar við ritun bókarinnar. Voru
19. aldar menn virkilega svo mjög óduglegri við ritun bréfa og
greinargerða en forverar þeirra á 18. öld? Þá hefur undirritaöur aldrei
getað fellt sig við þann nýja sið að blanda saman í heimildaskra
heimildum, sem vitnað er til í ritinu, og öðrum ritum um sama efni, þ°
hin síðarnefndu geti talist til svonefndra stoðrita.
Vinnufólk á 19. öld er skilmerkilegt og býsna þarft rit, sem veitir
mikinn fróðleik um lítt kannað svið íslandssögunnar. Megum við fa
meira af vinnufólki að heyra, Guðmundur, og þá ekki síst af vinnufólki a
öðrum tímabilum en 19. öld.
Lýður Björnsson■
Kristmundur Bjarnason: SAGA DALVÍKUR H-
Útgefandi Dalvíkurbær. Akureyri 1981. 482 bls-
Með 1. bindi Sögu Dalvíkur lauk Kristmundur Bjarnason við að lýsa fyrrj
tíðar mannlífi í Svarfaðardal, aðdragandanum að myndun þorps í hinru
fornu verstöð á Böggvisstaðasandi og hvernig í öndverðu voru færðar ut
kvíar í því landnámi. í II. bindi er rakin saga Dalvíkur frá því vélbátaöld
heldur þar í garð (1906) og fram um 1920.
Vöxtur Dalvíkurþorps var öðru fremur kominn undir útgerð. En engu
að síður hlaut hin blómlega og fjölmenna byggð dalsins að verða þar hvati
að margvíslegri umsýslu.
Þótt útgerðin væri undirstaðan skipti miklu máli, hversu fram úr rætt-
ist með verslun og samgöngur. í upphafi fastrar byggðar á Böggvisstaða-
sandi sóttu Dalvíkingar verslun að Svalbarðseyri, en pöntunardeild þeirra
var innan kaupfélagsins þar. Stóð svo fast að tveim áratugum eða þangað