Saga - 1982, Blaðsíða 296
294
RITFREGNIR
notar (þ.e. neðanmáls/ aftanmálsgreinar, ýmist með sérstakri heimilda-
skrá eða án), en einnig hinni þriðju (með heimildaskrá og vísunum innan
sviga í meginmáli) sem lesendum Sögu er t.d. kunn af greinum Helga
Þorlákssonar. Jafnvel útskýrir hann hluti sem hann þó leggst gegn, eins
og styttingarnar Op.cit. og það slekti.
Gunnar hefur kosið að semja þessar bækur stuttar, aðgengilegar og
handhægar. Þær geta því naumast verið tæmandi um eitt eða neitt, og
hefur höfundur orðið að standast ótal freistingar i því efni, rjúfa
umfjöllun þótt nánari útfærsla liggi beint við, velja um hvert efni fátt eitt
af þvi sem hann vildi sagt hafa, og þá þau atriði helst sem hann álítur oft
koma upp í ritgerðavinnu stúdenta, sleppa því fremur sem aðeins kemur
til álita við einstaka ritgerðarefni, fara þó á nokkrum stöðum út í smæstu
atriði til að sýna hve þaulhugsaða reglufestu hollt er að temja sér.
Auðvitað er ekkert hægara en að benda á ótal atriði sem út af fyrir sig
væri gagnlegt að geta fundið í þessum bókum. En mikil lenging myndi
breyta eðli þeirra og að sumu leyti til hins verra (nema helst flokkuðu rita-
skrárinnar) og þá er hin þrautin þyngri að benda á efnisatriði sem rétt
væri að ryðja til rúms í bókunum með því að sleppa öðrum sem inni hafa
fengið. Mér finnst kannski, að á rúmum þrem síðum í Hvarstœðu (24 —
28) þar sem leiðbeint er um leit að fræðiritum um erlend efni, hefði átt að
benda á þá leið að leita í ritfregnum sagnfræðitímarita. Eða að Baráttan
(bls. 79) ætti að taka ,,passim “ með, úr því á annað borð er verið að skýra
latínuglósur úr tilvisunarkerfum. Hitt væri ósanngjarnt að vilja endilega
finna í svona stuttu riti rætt um hluti eins og t.d.: tilvitnun í lög eða
reglugerð með númeri og dagsetningu; hvernig vitna beri í heimild sent
aðeins er notuð í neðanmálsgrein; hvernig tilvísað er frá töflu eða skrá;
hvort niðurvísun sé aðeins sett við punkt eða líka inni í málslið; og þannig
mætti lengi telja þau atriði sem mjög eðlilega mæta hér afgangi.
Eins er um valið í ritaskrána: það er óhjákvæmilega mikið matsatriði
sem hæpið er að deila um í smáatriðum. Af bókum sem ég tók eftir að
vantaði, hygg ég Þjóðfélagið og þróun þess eftir Björn S. Stefánsson
(1978) eigi einna ríkastan inngöngurétt. Af greinum er kannski tiltölulega
meira valið úr tímaritum en safnritum, enda þar við betra hjálpargagn að
styðjast þar sem eru frumdrög að flokkaðri skrá Sagnfræðistofnunar
(Hvarstœða, 20). A.m.k. eru í Hafisnum greinar sem mátt hefði nefna, og
jafnvel sleppa í staðinn tímaritsgreinum sömu höfunda. Þá finnst mer
ófullnægjandi að nefna Reykjavík, miðstöð þjóðlífs bara sem hluta af
Safni til sögu Reykjavíkur, því að þar eru merkar greinar um allt annað en
byggðarsögu (og er ég ekki endilega að hugsa um greinina mína, heldur
t.d. grein Gunnars Karlssonar!). Hins vegar jaðrar við ofrausn að vísa til
efnisskráa tímarita eins og Birtings, Húsfreyjunnar, Leikhúsmála,
Tímarits um lyfjafræði, og Veiðimannsins, a.m.k. þegar hvorki er nefnd
efnisskrá Mímis né ritaskrá neins einstaks fræðimanns.