Saga - 1982, Blaðsíða 315
RITFREGNIR
313
alþjóðlegu bankakreppu í upphafi heimskreppunnar miklu, sem höfund-
ur minnist ekki á.
Allmikið skortir á, að bók prófessors Ólafs Björnssonar um íslands-
banka og Útvegsbankann geti talist til vandaðra rita á sviði hagsögu, enda
slíkt auðvitað ekki tilgangurinn með útgáfunni. Þó get ég ekki látið hjá
líða að geta þess með nokkurri eftirsjá, að tiltölulega lítið viðbótarfram-
lag af hendi höfundar hefði aukið mjög gildi bókarinnar sem hagsögurits.
Tilvísanir í heimildir höfundar og raunar heimildaskráin sjálf, sem hægð-
arleikur er að gera þokkalega úr garði, eru t.a.m. með þeim hætti, að ritið
fullnægir tæpast því lágmarksskilyrði vísindalegrar aðferðar, að annar
rannsakandi geti fetað rannsóknarslóð höfundar. Öllu almennara að-
finnsluatriði er það, sem raunar hefur þegar fram komið, að röksemda-
færsla er víða skorin við nögl og samhengi sögulegra gagna og ályktana
höfundar óljóst.
Þrátt fyrir ofantalda galla verður bók Ólafs Björnssonar að teljast um-
talsvert framlag til íslenskrar hagsögu. Gildi bókarinnar frá hagsögulegu
sjónarmiði felst einkum í því að skýrgreina og setja fram spurningar um
lykilatriði í hagsögu 20. aldarinnar. Jafnframt eru svör höfundar við þess-
um spurningum eða tilgátur allrar athygli verðar og líklegar til að hvetja
til frekari rannsókna á þessum sviðum. Ef sú verður raunin á, er þar með
náð einu helsta markmiði höfundar, en hann kemst svo að orði í formála:
Vera má, að ný könnun þeirra heimilda, sem hér er byggt á,
kynni að breyta ýmsu um þær ályktanir, sem hér hafa verið dregn-
ar. En þótt svo yrði, teldi ég það mikilvægan árangur af samningu
þessa rits, ef hún gæti orðið hvati til nánari könnunar þessa merka
tímabils islenskrar hagsögu (bls. 8).
Ragnar Árnason.
Sigfús Jónsson: THE DEVELOPMENT OF THE
ICELANDIC FISHING INDUSTRY 1900 — 1940 AND
ITS REGIONAL IMPLICATIONS. Rv. (Framkvæmda-
stofnun ríkisins) 1981.
Þessi bók er doktorsritgerð í landafræði, lögð fram við háskólann í
Newcastle upon Tyne 1980 og gefin út árið eftir (ljósprentuð eftir vélriti)
af Framkvæmdastofnun. Enda samin að nokkru leyti á stofnunarinnar
vegum, auk þess sem Vísindasjóður, Fiskimálasjóður, Gjöf Jóns Sigurðs-
sonar og vísindasjóður NATO styrktu verkið. Og það er raunar stórvirki.