Saga - 1982, Blaðsíða 266
264
EINAR LAXNESS
enda á árunum 1950—1963, en varð þá bankastjóri Iðnaðarbanka
íslands og gegndi því starfi til dauðadags, auk margháttaðra
annarra starfa í þágu iðnaðarins.
Pétur kvæntist árið 1948 eftirlifandi konu sinni Guðrúnu Guð-
mundsdóttur, Kr. Guðmundssonar, skipstjóra á ísafirði, og konu
hans Sigurjónu Jónasdóttur. Þau eignuðust þrjá syni: Evald sál-
fræðing, Ara líffræðing og Grim lækni.
Pétur Sæmundsen var mikill áhugamaður um sagnfræðileg
efni. Hann vann m.a. ötullega að varðveislu heimilda um hún-
vetnskar heimaslóðir sínar, Blönduós og Austur-Húnavatnssýslu,
og ritaði margt um þau efni, en flest mun það í handriti. Hann var
kjörinn í stjórn Sögufélags árið 1973, og gjaldkeri þess var hann
frá árinu 1978 til dauðadags.
Við fráfall Péturs Sæmundsen minnumst við í stjórn Sögufélags
góðs samstarfsmanns, félaga og vinar.
Pétur sameinaði þá ákjósanlegu eðliskosti að hafa til að bera i
senn ríkan áhuga á sögulegum fróðleik, varðveislu hans og
útgáfu, sem og þau hyggindi, er í hag koma, en þar vil ég telja
örugga þekkingu á hagnýtum málum eins og fjárhagslegum
rekstri. í þeim efnum var ekki hægt að hugsa sér betri mann en
Pétur og þess naut félag okkar í ríkum mæli. Hann vann hinu
áttræða fræðafélagi af miklum áhuga og dugnaði, sem honum var
í blóð borinn, hvort sem var með setu á stjórnarfundum, umsjón
með fjármálum og bókhaldi eða hann brá sér í vinnufötin með
okkur til flutninga á bókum félagsins.
Pétur Sæmundsen var einlægt hollráður, skjótráður og hrein-
skilinn í skoðanaskiptum, svo að okkur í Sögufélagi þótti sem
ekki gæti verið betur fyrir hlutum séð en þar sem hann lagði hönd
að verki. Hér kom og til hressilegt viðmót hans og einstaklega hýr
lund, ekki síst á þeim stundum, þegar hann gladdist yfir velferð
félags okkar og sá, að mál þokuðust í rétta átt.
Þegar undirritaður léði máls á því að taka við forsetastarfi i
Sögufélagi fyrir fjórum árum, réð þeirri ákvörðun fyrst og fremst
sú vissa, að félagið átti slíkan mann að sem Pétur Sæmundsen til
að gegna þar mikilvægu trúnaðarstarfi og hafa reiðu á hlutunum-
Og hann reyndist mér og okkur öllum í stjórn Sögufélags traustur