Saga - 1982, Blaðsíða 147
GJÖRNINGAVEÐRIÐ 1884
145
bess.“2 Dagbækur úr Skagafirði segja fátt um þetta veður og þær
8eta ekki um skaða á heyjum né öðru. Ólafur í Ási segir aðeins:
>»Sunnan hægur, gekk í stórviðri,“ Sigurður á Hofstöðum hefur
bk orð: ,,Logn, svo stórhvass.“2 3
Á Höfðaströnd var svo mikið logn og blíðviðri um morguninn
að tveim bræðrum frá Höfða, Jóni og Maron Jóhannssonum, 13
°8 9 ára, var leyft að fara á sjó á smábát eða pramma. Engum
hefur því dottið í hug sú breyting sem varð á veðri. Þegar rokið
skall á var ekkert hægt að gera drengjunum til bjargar. Þeir
>>drukknuðu í sjóróðri í ofsabyl, er gjörði úr logni,“ eins og sagt
er í ministerialbók Höfðasóknar.
Halldór á Skútum skrifar í dagbók sína: ,,Hægur á sunnan og
Var bundið úr heiðinni, var að mestu búið um miðdag. Þá kom
hvassviðursbylur svo mikill að víða fauk hey.“4
Það er ef til vill ekki að undra þótt þjóðsagan segi, að lítið hafi
°rðið vart við þetta rok annarsstaðar en í Hrísey og næsta ná-
Srenni. Rokstrengurinn náði þó nokkuð inn í Eyjafjörðinn, að
minnsta kosti inn fyrir Hjalteyri. Laurits Petersen skipstjóri á
>.Gránu“ (Gránu-Petersen) lýsir þessu veðri nokkuð í „Endur-
rrunningum“ sínum. Þá stundaði hann síldveiðar á ,,Gránu“ og lá
með nætur sínar við Hjalteyri. Hann segir svo frá:
Það var logn og besta veður allan daginn og margir bátar
voru úti meðfram landi til að skyggnast eftir síld. Þegar tók
að kvelda, varð loftið að sjá inni í fjarðarbotni allt í einu
kolsvart. Við flýttum okkur í land, allt hvað af tók, en
þegar við vorum að lenda, skall veðrið á. Báturinn, sem
stýrimaðurinn var á, var bundinn við bryggjuna, en sleit
upp í byrjun stormsins, og þegar hann kom upp í fjöruna,
tók hann hátt í loft upp og braut í spón langt upp á eyri.
2 Dagbækur Jóns Jónssonar bónda á Siglunesi. Lbs. 1577—1582 8vo.
3 Dagbækur Ólafs Sigurðssonar bónda í Ási í Hegranesi og Sigurðar Péturs-
sonar bónda á Hofstöðum í Skagafirði. Báðar í Héraðsskjalasafni
Skagfirðinga á Sauðárkróki. Ljósrit frá skjalaverði.
4 Dagbók Halldórs Stefánssonar bónda á Skútum i Glæsibæjarhreppi í Eyja-
firði. Héraðsskjalasafn Eyfirðinga á Akureyri. Bréf frá skjalaverði.