Saga - 1982, Blaðsíða 144
142
SIGURJÓN SIGTRYGGSSON
slapp úr höndum þeirra, komst til lands og úr hættu. Upp frá
þessu var hann lengi nefndur ,,Galdra-Villi.“
Þetta er þjóðsagan, sem lifað hefur á vörum fólksins hartnær
eina öld. Hún er, eins og flestar aðrar þjóðsögur, byggð á sönnum
atburðum og hallar litlu frá hinu rétta, að undanteknum sjálfum
göldrunum, sem enginn mun nú lengur telja sig trúa á. Stundum
kemur þó tilviljunin þjóðtrúnni til hjálpar, svo vant er að vita
hverju trúa skal.
Hér á eftir er ætlunin að reyna að grafast fyrir um þá atburði,
sem urðu kveikja að sögunni. Því miður eru þó heimildir um þetta
efni minni er vænst hafði verið í upphafi.
Sumarið 1879 hófu Norðmenn síldveiðar á Eyjafirði með land-
nótum og lagnetum. Þetta fyrsta sumar voru fá skip við þessar
veiðar, en afli var góður og strax næsta ár kom nokkur fjöldi
skipa til síldveiða á Eyjafirði. Þeim fór svo fjölgandi ár frá ári og
1883 náðu þessar veiðar hámarki. Þá voru þar 130 norsk skip með
um 40 nótabrúk.
Aðalathafnasvæði Norðmannanna var í Hrísey, en annars voru
hús þeirra og bryggjur inn með vesturströnd Eyjafjarðar, allt frá
Árskógsströnd og inn að Oddeyri. Við þessar veiðar þurfti mikinn
fjölda manna, miklu fleiri en vanalegar áhafnir skipanna. Því
fékk hver útgerðarmaður byggingarlóð þar sem honum þótti hag-
kvæmast að stunda veiðarnar. Þar reisti hann hús yfir meginhluta
starfsmanna sinna, en um borð í skipunum bjó aðeins áhöfnin,
sem mun hafa verið fámenn, eða fimm til átta menn, jafnvel fjórir
á minnstu skipunum. Norðmenn réðu og til starfa allmarga
Islendinga, sem sumir hverjir bjuggu með Norðmönnunum. Auk
þess sem Norðmenn reistu hús yfir starfsmenn sína, tóku þeir á
leigu íslenskar hákarlaskútur, sem nokkrir menn bjuggu í-
Einhverjar reglur munu hafa verið um það, að ekki mættu fleiri
búa um borð í skipunum en venjuleg áhöfn.
í byrjun september 1884, óhappaárið, eins og það er nefnt í
norskum heimildum, voru færri skip komin til veiða en verið
höfðu árið áður. Trúlega hefði þeim fjölgað eitthvað síðar uæ
J