Saga - 1982, Blaðsíða 297
RITFREGNIR
295'
En allt eru þetta smámunir; það er í rauninni með fullkomnum
ólíkindum hve erfitt er að finna verulega annmarka á vali Gunnars á
efnisatriðum. Og ekki batnar hlutur ritdómara ef finna skal að meðferð
þeirra hluta sem á annað borð eru teknir fyrir. Röksemdafærslur verða
hér, eins og annað efni, stuttar og stiklað á aðalatriðum, en skýrar og
sannfærandi. Helst mætti segja að gölluð séu rökin fyrir því (Hvarstæða,
50) að nota orðið ,,tölfræði“ fremur en ,,hagskýrslur“ fyrir „erlenda
°rðið statistik“. Þar gætir Gunnar þess ekki, að erlenda orðið spannar
tvö aðskilin hugtök, (a) safn tölulegra upplýsinga og (b) visst svið
stærðfræðinnar, og úrlausnarefnið er fyrst og fremst það, hvort við vilj-
um hafa sama íslenska orðið um hvort tveggja. Upplýsingar eru allar,
eftir því sem ég er dómbær um, réttar og nákvæmar, nema votta mun fyr-
u ónákvæmni í skýringum skammstafananna Op.cit., Loc.cit. og Ibid.
(Baráttan, 79) sem Gunnar notar aldrei sjálfur. Venja mun vera að Ibid.
vísi til næstu heimildar á undan, með nýju blaðsíðutali ef þarf, en Op.cit.
°g Loc.cit. með höfundarnafni vísi í síðastnefnt rit þess höfundar, þótt í
milli hafi verið vitnað í rit annarra.
Ég hygg það segi meira en nokkur hrósyrði, hve lágt ég hef orðið að
lúta í þessari leit minni að aðfinnsluefnum. Hægara væri að semja langan
Hsta um þá kosti sem prýða bækurnar. T.d. er tímabilatáknun ritaskrár-
innar hið gagnlegasta nýmæli; öll samræmisatriði í prýðlegu lagi, jafnvel
vinnufrek smáatriði eins og titlun höfunda í ritaregistri; framsetning
hvarvetna skýr og læsileg; og tónninn skemmtilega föðurlegur þegar
Gunnar beinir máli sínu til stúdenta. Niðurstaða: mikið gagn held ég
bessar bækur eigi eftir að gera.
Helgi Skúli Kjartansson.
BYGGINGARLISTASAGA FJÖLVA. Ritstjóri John
Julius Norwich. Þorsteinn Thorarensen þýddi og umsamdi.
Fjölvaútgáfan, Reykjavík 1981.
Á síðastliðnu ári kom út á islensku umfangsmikil bók sem nefnist Bygg-
mgarlistasaga Fjölva og ber að hluta nafn bókaforlagsins. Bókinni er rit-
stýrt af John Julius Norwich og er henni ætlað að spanna byggingar-
hstasögu flestra þjóðlanda, frá forneskju til vorra daga. Hefur ritstjórinn
fengið til liðs við sig nokkra þekkta breska listfræðinga eins og t.d. Sir
Anthony Blunt, Peter Murray og Sir James Richards. Bókin er 288 síður,
1 stóru broti og hefur að geyma fjölda mynda.
Byggingarlistasaga Fjölva er þó aðeins hluti af miklu framtaki Þor-