Saga - 1982, Blaðsíða 133
SÍRA PÁLL ÞORLÁKSSON
131
Við þetta má bæta, að hann var hvers manns hugljúfi, en lenti
þó einna fyrstur íslendinga í harðvítugum deilum við aðra landa
S1na um trúmál og kirkju- eða safnaðaskipunarmál.
Loks gerðist hann frumkvöðull að nýlendustofnun íslendinga í
Pembina County í Dakota Territory og dó skömmu síðar - fyrir
féttri öld — aðeins 32 ára að aldri.
I formálsorðum útgáfunnar segir, að nú sé ráðið að gefa út ævi-
sögu Páls á íslenzku, og sjái þeir um verkið síra Bragi Friðriksson,
Pfófessor Haraldur Bessason og dr. Houser. Eitthvað hefur dreg-
!zt að verkinu yrði lokið eða það kæmi út, og kom mér þá í hug að
enn væri ekki að bera í bakkafullan lækinn, þó að fáeinum orðum
yrði farið um síra Pál og þau störf hans, sem kirkjubókin kallar
fram í hugann.
Páll fæddist á Húsavík 13. nóv. 1849, sonur hjónanna Þorláks
Gunnars Jónssonar verzlunarmanns, síðar bónda á Stórutjörn-
um, og Henriettu Lovisu Nielsen. Var Þorlákur á sínum tíma
framarlega í flokki þeirra þingeysku bænda, sem auk annars
stóðu að árlegum bændafundum, lestrarfélögum, samtökum um
verzlun (Gránufélag), félagsskap til þess að vinna að útflutningi
fólks til Brasilíu og ýmsu öðru, sem þeir töldu horfa til framfara
°g ýmist ræddu og ráðgerðu eða hrundu fram.
Vorið 1871 lauk Páll stúdentsprófi frá Lærða skólanum í
^eykjavík, og mun hann þá um hríð hafa áformað að halda sem
fyrst utan til Kaupmannahafnar og leggja stund á klassíska mál-
fr^ði. Til náms var hann að mestu kostaður af Jóni Hjaltalín
fandlækni, og átti hann það lán að þakka skyldleika við konu
Jóns, en þau hjón voru vel stæð og barnlaus.
Um þessar mundir hafði Þorlákur og fjölskylda hans heima á
Stjórutjörnum orðið altekin af vesturfaralöngun, og í stað þess að
'e8gja föðurlega blessun sína yfir áform sonarins um frekari lær-
óómsframa í höfuðstað konungsins, slær Þorlákur þeirri hug-
mynd fram í bréfi á útmánuðum 1871, að Páll haldi vestur um
h^f. athugi þar aðstæður allar og búi í haginn fyrir þangaðkomu
f°reldra sinna og systkina áður en langt um liði.
Svo er að sjá sem Páli hafi samstundis getizt vel að þessari hug-
mynd, sem var að minnsta kosti að einhverju leyti alin hjá frænd-