Saga - 1982, Blaðsíða 170
168
SIGURJÓN SIGTRYGGSSON
sem uppi voru. Eftir var þá aðeins matsveinninn, Jóhannes Olsen
Bleie frá Harðangri, 17 ára piltur, sem var í sinni fyrstu sjóferð.
Eftir þetta stóráfall lægði veðrið nokkuð og ekki komu fleiri
hættusjóir á skipið. Seglin voru í tætlum og skipið rak flatt undan
vindi, sem trúlega hefur staðið af vestri eða suðvestri.
Það hafa vafalaust verið erfiðar stundir fyrir unglingspilt, sem
lítið kunni til sjómennsku, að vera allt í einu staddur aleinn á skipi
úti á reginhafi í hauststormum og langnætti. Skipsfélagar hans
allir horfnir í hafið og hann hafði á ekkert að treysta nema guð og
sjálfan sig. Fyrstu dagana sat hann að mestu niðri í káetu og
hafðist ekki að, fór þó öðru hverju upp og dældi sjó úr skipinu.
Loks fór hann að reyna að stýra skipinu austur á bóginn, en það
gekk erfiðlega, þvi að seglin voru til lítils nýt. Niðri í skipinu var
yfirbreiðsla (presening), sem hann gat með miklum erfiðismunum
komið fyrir sem segli. Vindur var hagstæður og jaktin skreið í
austurátt, þótt vafalaust hafi gengið hægt á köflum.
Ekki segir frekar af ferðinni yfir hafið eða erfiðleikum piltsins.
Alltaf seig í áttina og loksins, hinn 16. nóvember, var hann kom-
inn undir land. Leiðin framundan var skerjótt og hann þorði ekki
að reyna að sigla inn í myrkri. Hann sneri því undan, reyndi að
koma seglinu þannig fyrir, að jaktin leitaði frá landi. Það tókst
honum um sinn. Hinn ungi piltur ákvað nú að leggja allt í hendur
æðri máttarvalda, fór niður í káetu og sofnaði vært. í aftureld-
ingu vaknaði hann við að skipið rakst á, og hljóp upp á þiljur.
Skipið var þá við lága klettahlein, þar sem svo aðdjúpt var að það
flaut alveg að klettinum. Pilturinn stökk í land og var skömmu
síðar kominn til manna í Vikna í Þrændalögum. Skipið svifaði
aftur frá landi, en strandaði að lokum á skeri við ströndina og
brotnaði þar. Nokkru varð bjargað úr skipinu, akkerum, keðjum,
síldarnót og 100 tómum tunnum.
Fyrstu fregnir um óhöppin við Hrísey bárust ekki til Noregs
fyrr en seint og síðar meir. Upphafsfregnir komu frá danska skip-
inu ,,Díana,“ sem kom til Kaupmannahafnar frá íslandi 22.
september. ,,Díana“ hafði haft viðdvöl við Hrísey 12. september,
daginn eftir að ósköpin dundu þar yfir, en skipstjórinn, O.