Saga - 1982, Blaðsíða 57
UM AFSKIPTI ERKIBISKUPA
55
°g sáttafundi og handrit runnin frá Reykjarfjarðarbók gera nokk-
uð gleggri skil prestum þeim sem að þessum málum stóðu en gert
er í Króksfjarðarbók (Sturl. I, 165, 168). í þeim hluta Hrafns sögu
Sveinbj arnarsonar, sem tekinn er upp í Sturlungu er getið um
Steinólf prest og Kár munk við sáttafundi (s.r. 309, 325, 315; sbr.
Hrafns sögu 14, 47).
í Þórðar sögu kakala er sagt að í meðalgöngu um að grið væru
sett milli Þórðar og Brands Kolbeinssonar fyrir Haugsnessfund,
hafi farið ísar prestur Pálsson og Vermundur, sem síðar varð
ábóti á Þingeyrum og aðrir kennimenn (Sturl. II, 91).
í Þorgils sögu skarða, sem eins og áður er sagt er aðeins varð-
veitt í Reykjarfjarðarbók og handritum sem frá henni eru runnin,
er ósjaldan getið um kennimenn að sáttastörfum. Við þau eru
nefndir klerkarnir Ketill á Kolbeinsstöðum, Þórður Bersason í
Reykjaholti, Guðmundur Ólafsson á Staðarfelli, Einar Brands-
son, Ólafur Kráksson og Eyjólfur ábóti Valla - Brandsson (Sturl.
n, 177, 251, 263-65, 267, 280-82, 303).
Hér hefur aðeins verið bent á fáein dæmi um sáttastörf kenni-
manna, en vissulega er víða að finna dæmi um aðild leikmanna að
sáttum og friði á Sturlungaöld, þó hér verði þau ekki rakin.
Frásagnir Sturlungu af sáttastarfi kennimanna benda til þess að
þeir hafi haft sérstöðu í ófriði, þeir virðast oft valdir til þess að
fara með frið og sátt milli manna og þeir eru mjög sjaldan taldir
meðal fallinna í orustum á 13. öld nema í bardögum milli Guð-
mundar Arasonar og höfðingja (Sturl. I, 282, 288). Mjög senni-
fegt er, að bannið um vopnaburð kennimanna hafi stuðlað að því
að kennimönnum var falið sáttahlutverk á hendur og er því líklegt
að þetta bann hafi verið haldið í heiðri að einhverju leyti á 13. öld.
Þess gætir í Sturlungu, að ekki þótti við hæfi að kennimenn hefðu
vopn um hönd. Sem dæmi um þetta viðhorf má nefna að sagt er
að Þorlákur biskup Runólfsson hafi ráðið Páli presti Sölvasyni í
^eykjaholti að bera vopn til varnar sér, en honum lágu oft eftir
vopnin og það sýndi að hann var óvanur að bera vopn, segir sagan
(Sturl. I, 117). Um Vigfús Önundarson segir i handritum, sem
komin eru af Reykjarfjarðarbók, en er ekki í Króksfjarðarbók, að
vegna þess að Vigfús var prestur hafi hann talið sig illa til fallinn