Saga - 1982, Blaðsíða 135
SÍRA PÁLL ÞORLÁKSSON
133
um samastað og atvinnu, ýmist á Washingtoney í Michiganvatni,
Þar sem nokkrir landar höfðu þegar sezt að, í Milwaukee eða þar i
grennd. En segja má að Milwaukee hafi verið helzta miðstöð ís-
lendinga í Norður-Ameríku frá 1871 til 1875. Skömmu siðar voru
Þeir þaðan á bak og burt.
Um Pál gegndi nokkru öðru máli en hina í hópnum. Hann var
Þarna kominn í og með til þess að búa í haginn fyrir flokk ókom-
mna landa, og trúr þeirri leiðtogaköllun, sem upp frá þessu ein-
kennir hann, rækti hann það hlutverk af mikilli alvörugefni og al-
úð.
Það lýsir honum einnig, að haustið sem hann var fyrst vestra
hóf hann nám. Hafði hann komizt í samband við norska vest-
menn, sem þá voru orðnir fjölmennir í landnemaríkjunum í mið-
Vestrinu, athafnasamir og áberandi. Komst hann í kynni við
kennimenn þeirra, einkum þá sem harðast kenndu, og settist á
þeirra vegum í þýzkan prestaskóla, lúterskan, Concordia Semin-
ary, í St. Louis í Missouri.
Þessi atburðarás, þ.e. vist Páls hjá norsku synódunni og það að
hann tók kreddur hennar fram yfir þær, sem hin værukæra
lúterska þjóðkirkja á íslandi hafði tileinkað sér á liðnum öldum,
á«i eftir að valda miklu fjaðrafoki meðal Vestur-íslendinga næstu
árin.
Veturinn 1872-73, aðallega þó á útmánuðum 1873, unnu
nokkrir áhugamenn á austanverðu Norðurlandi að undirbúningi
Þópflutnings íslendinga vestur um haf. Meðal forsprakkanna var
^orlákur á Stórutjörnum, og varð þeim vel ágengt. Hinir
áköfustu ráku þetta erindi áþekkast trúboði, héldu fundi, skrif-
u^u í blöðin, sendu fjarlægum vinum og kunningjum hvatningar-
Þréf, og Þorlákur fór hringinn í kringum landið með vini sínum
^ggert Gunnarssyni, þar sem annar talaði í austur en hinn í vest-
Ur- Eggert rak erindi Þjóðvinafélagsins og hvatti menn ákaft til
Þátttöku í fyrirhuguðum Þingvallarfundi sumarið 1873 til þess að
Þerða á kröfugerð um stjórnfrelsi við dönsku stjórnina. Þorlákur
Eutti fagnaðarboðskap landflóttans, helzt þegar að sumri, en
annars við fyrsta tækifæri.
í svipinn kann erindrekstur Þorláks að hafa borið lítinn sjáan-