Saga - 1988, Side 255
RITFREGNIR
253
hún þýdd á þýsku og hollensku. Ferðabók Mackenzies studdist við dagbók,
sem hinn 22 ára gamli Henry Holland hélt í Jslandsferðinni, en það er sú
dagbók, sem er til umfjöllunar í grein þessari.
Henry Holland (1788-1873) var nýbakaður læknakandídat, er hann kom til
íslands. Þegar heim kom skrifaði hann meistaraprófsritgerð í læknisfræði
(MD dissertation) við Edinborgarháskóla um sjúkdóma á íslandi, De morbis
Islandiae. Samkvæmt Diclionary of National Biography varð hann „one of the
best known men in London society, the friend and adviser of almost every
man of note". Komst Holland til æðstu metorða í grein sinni, og meðal sjúkl-
mga hans voru hvorki meira né minna en sex breskir forsætisráðherrar auk
s)álfrar Viktoríu drottningar og Alberts prins. Jafnframt var Holland kunnur
ferðagarpur. Fór hann víða um heim og kom til íslands á ný árið 1871, þá á
níræðisaldri.
Sem fyrr segir hélt Holland umrædda dagbók á meðan á fyrri íslandsdvöl-
mni stóð. Handritið er varðveitt á handritadeild Landsbókasafnsins, en son-
arsonarsonur Hollands gaf safninu það. Steindór Steindórsson frá Hlöðum
Þýddi dagbókina á íslensku og gaf Almenna bókafélagið verkið út undir titl-
lnum Dagbók í íslandsferð 1810. Var sú útgáfa myndskreytt með teikningum
Ur handriti Hollands að viðbættum myndum úr bók Mackenzies. Jafnframt
reit Steindór stuttan en fróðlegan formála og samdi skýringar við textann þar
sem hann leysti úr flestöllum vafaatriðum hvað staðarnöfn og fleira snerti.
Hagbók Hollands er að mörgu leyti hið merkasta rit og því kemur ekki á
ovart, að hið virta félag Hakluyt Society í London hefur ráðist í útgáfu dagbók-
annnar á frummálinu. Hefur dr. Andrew Wawn, bókmenntafræðingur og
kennari við háskólann í Leeds, séð um útgáfuna, en hann hefur skrifað fjöl-
margar ritgerðir um menningartengsl og samskipti Breta og íslendinga á 18.
°8 19. öld. Ættu lesendur Sögu að kannast við ágæta grein hans frá árinu 1985
um Guðrúnu hundadagadrottningu.
Enska útgáfan er til fyrirmyndar. Þar er m.a. að finna mynd af glæsimenn-
lnu Holland og alla uppdrætti og skýringarmyndir hans, en læknirinn sótti
tíma í teikningu eftir að sú ákvörðun hafði verið tekin að hann skyldi fylgja
^lackenzie til Islands. Wawn hefur gert sér far um að gera þessa útgáfu sem
uýtilegasta fyrir lesandann. Hann ritar langan og ýtarlegan inngang.
umfangsmiklar skýringar við textann eru birtar neðanmáls. Heimildaskrá er
v°nduð og mikil að vöxtum og bókin hefur að geyma yfirgripsmikla skrá
(mdex) yfir mannanöfn, staðanöfn og atriðisorð. Bókin er því einkar þægileg
1 uotkun.
Þrátt fyrir þessa nýju útgáfu á dagbók Hollands getur íslensk útgáfa
mindórs Steindórssonar enn staðið vel fyrir sínu, miðað við að næstum
Prjátíu ár eru liðin frá útkomu hennar. Kveðst Wawn hafa verið fljótur að
®ra //to tread gratefully in the magisterial footsteps of Steindór Steindórs-
®°n" og hælir þýðingu hans (bls. xiv.). Aðeins á einum stað telur Wawn að
eindór hafi mislesið textann þar sem hann hafi lesið when í stað where (bls.
3). Þetta getur vart talist alvarlegt en við samanburð sé ég ekki betur en
eindór hafi rétt fyrir sér (sbr. orðið „when" sem kemur fyrir t.d. á bls. 149)
er,da finnst mér textinn á ensku eðlilegri með when. („When (where, telur