Saga - 1989, Side 183
RITFREGNIR
181
hreppi en hverfur öðru hverju til eldri tíma og segir frá mönnum, sem mörk-
uðu spor „og voru eiginlega alltaf nálægir í tali manna". Sumt byggir hún á
frásögnum móður sinnar, sem hafði verið tíðrætt um sín föðurtún. Frásagn-
arhæfileikar Huldu voru miklir, oft fer hún á kostum og stutt er í notalega
kímni. Pátturinn af Litlu-Dísu er afar vel gerður auk þess sem hann minnir
okkur á hve geysileg áhrif saumavélin hafði á öll störf kvenna.
Húnvetnskar konur höfðu verið fljótar til og stofnað Kvenfélag Svína-
vatnshrepps 1874. Þær höfðu á stefnuskrá að kenna konum skrift og reikn-
ing og voru aðalhvatamenn að stofnun Kvennaskólans að Undirfelli. Hulda
lét ekki sitt eftir liggja og var einn stofnenda Kvenfélags Sveinsstaðahrepps í
febrúar 1928 og sat í fyrstu stjórn þess. Markmið félagsins var að efla hvers
konar framfarir svo sem heimilisiðnað, garðrækt og annað, sem verða mætti
heimilum til hagsbóta og þæginda. Félagið keypti spunavél og vefstól,
prjónavél og spunarokk, sem mikið gagn var að.
Fjórða bindi minninganna, sem nefnist Skólastarf og efri ár, er skipt í tvo
meginkafla. 1 hinum fyrri, sem nefnist „Tveir skólar" segir frá Kvennaskólan-
um á Blönduósi þar sem Hulda var tvisvar skólastjóri samtals nær tvo áratugi
°g Húsmæðraskóla Reykjavíkur, sem hún veitti forstöðu á annan áratug.
h4eð síðari hlutanum, „Við gluggann minn", lýkur minningunum með hug-
leiðingum hennar um áhugamálin, húsmæðrafræðsluna og heimilin, varð-
veislu menningararfsins og æsku og elli.
í stórfróðlegum þætti af kvennaskólunum á Norðurlandi rekur Hulda
aðdraganda að stofnun þeirra og nefnir til sögu forystumenn og helstu
hvatamenn, sem þurftu allan tímann sem skóli var í Húnavatnssýslu að berj-
ast fyrir honum og vera vakandi yfir hag hans. Norðlendingar voru fljótir af
stað með kvennaskóla eftir að Kvennaskólinn í Reykjavík var stofnaður 1874.
Kvennaskólar voru stofnaðir í þremur sýslum því að metingur milli héraða
kom í veg fyrir að sameinast yrði um einn skóla. Eyfirðingar og Skagfirðingar
urðu aðeins á undan Húnvetningum með kvennaskólana að Laugalandi og
Asi í Hegranesi. Kvennaskóli Húnvetninga hófst að Undirfelli 1879, en var á
hrakhólum næstu ár uns hann fluttist að Ytri-Ey 1883 í samvinnu við Skag-
hrðinga og orðstír hans undir forystu Elínar Briem barst um allt land. Hulda
bendir á, að skólinn var í raun gagnfræðaskóli fyrir stúlkur allt fram á þriðja
áratuginn og áhersla var á bóklegar greinar. Margar námsmeyjar kunnu ekki
að skrifa þegar þær komu í skólann, enda var hann stofnaður ári áður en hið
opmbera tók að hafa afskipti af skriftarkennslu stúlkna. Þess er að geta, að
ram um 1880 var heimakennsla allsráðandi á Islandi og einungis örfáir
arnaskólar í landinu. Samfélagið lét sig skriftarkennslu stúlkna litlu varða
°8 því einungis stúlkur frá betur stæðum heimilum sem höfðu tækifæri til að
a aðstoð við skriftaræfingar. Enginn vafi er á því, að kvennaskólaganga á
Pessum tíma efldi sjálfstæðisvitund margra og þær sem þess áttu kost kunnu
jrteira fyrir sér en aðrar og kynntust þar ýmsu, sem þær hefðu annars ekki átt
0st á- Það er eftirtektarvert, að flestar þeirra kvenna, sem skipuðu sér í raðir
venréttindakvenna á íslandi höfðu stundað nám við fyrstu kvennaskólana.
° auðvitað voru þeir fyrir fáar útvaldar. Elín hafði lokið kennaraprófi frá
s óla Natalie Zahle í Kaupmannahöfn og fór öðru hverju utan til að kynna