Saga - 1989, Síða 199
RITFREGNIR
197
þeirra og aldur má hins vegar oftast fræðast í meginmálinu, en það er þó ekki
algilt. Einnig er eitt óprentað rit sem ýmist er vísað í aftast eða það bara nefnt
í textanum, en það er Ævisögubréf Bríetar. Pað hefur verið prentað, en Bríet
Héðinsdóttir notar frumritið í bókinni. Ekki sé ég reglu í misræminu.
Einstöku sinnum er ekki getið um heimildir í tilvísanaskránni þegar óbein-
ar tilvitnanir eiga í hlut, og er þá iðulega sagt í texta hver heimildin er. Virðist
handahófskennt hvenær þetta vantar, því að öllu jöfnu er skilmerkilega vís-
að til heimilda aftast í bókinni. Eina villu rakst ég á í sambandi við tilvitnun
á bls. 23. í tilvísanaskránni stendur að orðin séu úr Atómstöðinni, en þau
munu vera úr Æviágripi Bríetar. Við tilvitnun bls. 26 er boðuð skýring við
þessi orð Bríetar: „Boðin þjónusta er oft forsmáð", í athugasemdum við bls.
150, en þar er ekkert að finna. Að lokum má benda á að betra hefði verið að
nota Alþingistíðindin sjálf sem heimild fyrir orðréttum umræðum þar (234,
235) en bók Gísla Jónssonar, Konur og kosningar, eins og hér er gert.
Þessi fáu dæmi um það sem aflaga hefur farið í tilvísunum til heimilda
undirstrika hve vel er að verki staðið að jafnaði. Og þrátt fyrir þá skoðun
mína að tilvísanaskrána hefði mátt setja upp á þægilegri hátt fyrir lesandann,
breytir það ekki því að hún segir það sem segja þarf, og er hér mun ítarlegar
vísað til heimilda en að jafnaði er gert í ævisögum.
III
Vandasamt hefur verið að velja úr bréfabunkanum hvað birta átti og hvað
ekki. Bríet Héðinsdóttir dregur ekki fjöður yfir það og segir það val óhjá-
kvæmilega fela í sér mat og túlkun. „Hvað er annars hlutlaus frásögn eða
ályktun? Er slíkt til?" (15) Hún tekur líka skýra afstöðu í þeim texta sem hún
skrifar sjálf, bæði í sérstökum köflum og í tengingum milli bréfa. Hún túlkar
fyrir okkur og veltir fyrir sér lífi ömmu sinnar. Víðast hvar hefur tekist geysi-
vel til að fella bréfin og önnur skrif Bríetar saman og gera úr þeim frásögn.
Textinn er lifandi og skrifaður á góðu máli. Oft koma fyrir fjörlegar lýsingar
á mönnum og málefnum af því tagi sem varfærnir sagnfræðingar setja
ógjarnan á blað. Hér er eitt dæmi:
Forseti samtakanna [IWSA] var lengst af hin bandaríska Carrie
Chapman Catt (1859-1947), mikil dásemdar- og kraftaverkakerling
sem þeyttist á þessum árum um þvera og endilanga heimskringluna
að boða fagnaðarerindi sitt. (68-69)
Bréfin sjálf eru líka yfirleitt kraftmikil, bæði þegar lýst er persónulegum mál-
um og atburðum líðandi stundar. En eins og gengur eru sum bréf skrifuð í
flýti, en önnur hafa verið skrifuð af gaumgæfni. Þetta hefur höfundur síðan
að segja um val á bréfum í bókina:
Heildarútgáfa á bréfunum - endurtekningum, hálfkveðnum vísum,
óskiljanlegum tilvísunum, endalausum upptalningum smáatriða -
hefði verið alveg út i hött. En vandinn að velja úr þeim reyndist mér
þyngsta þrautin í þessu bjástri. Hvað er fýsilegt lesefni, hvað ekki?
Mælikvarði minn mun sannarlega orka tvímælis, oft bera keim af
handahófi. (12)
Ohætt mun að taka undir þau orð, að heildarútgáfa á slíku bréfasafni er