Saga - 1989, Side 227
RITFREGNIR
225
málmiðnað, virðist þurfa þrjú rit, þar sem í því bindi sem birzt hefur er að-
eins fjallað um málmiðnað á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar. Þá vantar rit um
fyrstu níu aldir málmsmíða íslendinga og annað um viðburðaríka sögu frá
miðri þessari öld.
Líkt hefur nú orðið með sögu ullariðnaðarins. Mikilvægasti gjaldeyrir
íslendinga fram á 14. öld var iðnvarningur úr ull, og allt fram á þessa öld
gætti þessa í því að alin vaðmáls var aðalverðmælirinn, oft talinn í hundruð-
um. Þrátt fyrir það hefst sagan, sem nú birtist, fyrst á síðari hluta 19. aldar.
Hún nær því ekki einu sinni til upphafs nýsköpunartilrauna nútímans, þess
iðnreksturs sem komið var á fót í Reykjavík um miðja 18. öld og stóð fram
yfir 1800, og ekki er heldur vísað til annarra um það efni. Þessi ullariðnaður
stóð þó álíka lengi og iðnrekstur þeirra Álafossfeðga eða ullariðnaður Sam-
bandsins á Akureyri.
Bezti kafli ritsins er ágripið (bls. 319-26), ljóst yfirlit, og skyldu menn lesa
það fyrst, þótt það standi aftast og kallist ranglega niðurlag. Það er samið
með þeim skilningi á fjölbreyttu formi iðnaðarframleiðslu sem kynntur er í
inngangi. Kemur þá fram hvernig iðnaðurinn hefur sprottið upp úr heimilis-
iðnaði hrávöruframleiðendanna, fjárbænda, og hvernig hann hefur þróazt
frá honum, þótt heimilisiðnaður sé enn athyglisverður þáttur ullariðnaðar
hér á Iandi.
Mestur hluti bókarinnar er um hina tæknilegu hlið málsins. Hefur víða
verið leitað fanga: um verkstæði sem sett voru á stofn í lok 19. aldar til að
kemba og spinna ull; um heimilisiðnaðinn, hvernig hann studdist við verk-
stæðin, hvernig honum bættust ný tæki og um samtök til eflingar honum;
um klæðaverksmiðjur og dúka; um eiginleika íslenzkrar ullar og hirðingu
hennar; um spuna og band, gólfteppi og prjónaiðnað og loks um verkafólk í
iðnaði.
Merkilegast þótti mér í sögu Magnúsar að kynnast því hversu mjög ullar-
iðnaðurinn hefur verið háður atbeina og stuðningi almannasamtaka frá upp-
hafi, fyrst sýslunefnda við stofnun tóvélaverkstæða, síðar samvinnufélaga
um rekstur kembivéla, tóvinnslu og klæðagerð, og í fulla fjóra áratugi inn-
flutningshöftum. Ekki er kynnt neitt um það hversu mikið innflutningshöft-
in hækkuðu innlenda ullarvöru í verði. Sú tilfinning verður hins vegar sterk
að loknum lestri, að sennilega hefði ekki þrifizt neinn ullariðnaður hér á
landi eftir 1930, ef þá hefði ekki verið komið á öflugri innflutningsvernd. 1
kaflanum um prjónaiðnaðinn er sagt í yfirskrift, að verðbólga drepi útflutn-
mgsiðnaðinn, og er þar fjallað um versnandi afkomu ullariðnarins frá 1982-
3. Nú er það ekki svo að verðbólga hafi drepið alla útflutningsframleiðslu á
þessum árum. Hvernig skyldi hún hafa bitnað á ullariðnaðinum umfram
aðra? Þótt rétt sé, eins og bent er á, að stjórnvöld hafi styrkt stöðu aðalút-
flutningsgreinarinnar, sjávarútvegsins, með ráðstöfunum sem útflutnings-
iönaðurinn naut ekki, sýnist hitt hafa ráðið meiru, að ullariðnaðurinn stand-
lst sjávarútveginum ekki snúning á jafnréttisgrundvelli þegar góðæri er til
sjávarins. Þetta leiðir hugann að umskiptunum í byrjun 14. aldar, þegar sjáv-
arútvegurinn tók að skila auknum arði í gjaldeyri og kom í stað heimilisiðn-
aðarins sem aðalútflutningsgreinin.
15 - Saga