Saga - 1989, Síða 250
248
RITFREGNIR
kenndum bókmenntamönnum þjóðarinnar, sem líklegt er að hefðu getað
leyst verk þetta af hendi svo gagn væri að. Kemur hér bæði til nokkur guð-
fræðileg menntun hans sjálfs sem og persónulegur áhugi og afskipti hans af
ýmsum þeim málefnum, sem um er fjallað í ritinu. Pað, sem mestu skiptir,
er þó, að hann er laus við þau stöðnuðu, „pósitívísku" sjónarmið frá fyrri
hluta þessarar aldar, sem gert hafa ótrúlega mörgum íslenskum fræðimönn-
um allt fram á þennan dag ókleift að meta réttilega félagsleg og menningar-
leg áhrif kristinnar trúar hér á landi í sögu og nútíð. Af þessum sökum gætir
víða ákveðins ferskleika í þessu efni í bókinni og má benda á lokarorð hennar
í þessu sambandi (bls. 365-67).
Þegar þess er gætt, hverjir það eru, sem mætast í bók þeirri, sem hér er til
umsagnar, veldur það nokkrum vonbrigðum, að ekki verður meira úr efni-
viðnum en raun ber vitni. Að lestri loknum verður sú tilfinning jafnvel áleit-
in, að bókin hafi komið út einum jólum of snemma og að hún hefði þurft að
endurvinnast að minnsta kosti einu sinni enn, til að verða samboðin þeim
andlega leiðtoga íslenskrar kristni, sem Sigurbjöm Einarsson vissulega hefur
verið síðustu áratugi og er enn. Það er þó ljóst, að hér er aðeins um fyrstu til-
raun til ritunar ævisögu hans að ræða og vel má vera, að markaðurinn þarfn-
ist einnig tiltölulega yfirborðskenndrar lýsingar á ævi Sigurbjamar og gmnn-
færinnar greiningar á störfum hans í líkingu við þá, sem nú liggur fyrir. Það
hefur heldur sýnilega ekki verið tilgangurinn með þessari bók að fullnægja
þörf íslenskrar kirkjusögu fyrir djúpfæmari rannsókn á hinum margháttuðu
störfum Sigurbjamar, ella hefði verið öðm vísi að verki staðið. Má enda
segja, að sögusvið bókarinnar sé að nokkm leyti enn of mikil nútíð, til að slík
greining sé tímabær. Skal hér á eftir drepið á nokkur atriði, sem athugaverð
em við bók Sigurðar A. Magnússonar og sum hver em veruleg lýti á henni.
Eins og fyrr er að vikið virðist hér fyrst og fremst um umritaða viðtalsbók
að ræða. Hvergi em málefni tekin til djúpfæmari greiningar en rúmast í
tveggja manna tali. Við lestur bókarinnar mætir lesandinn til að mynda varla
nokkurs staðar guðfræðingnum Sigurbirni Einarssyni. Einhver kynni að
benda á útlistanir hans á draumum og helgi einstakra staða og hluta í inn-
gangi bókarinnar (bls. 10-13). Þessi atriði em þó mjög langt frá miðpunkti
guðfræðinnar og hér er fremur um trúarlegar útlistanir og túlkanir að ræða
en guðfræði í eiginlegum skilningi. Helstu vísbendingamar um guðfræði-
lega mótun Sigurbjamar má hins vegar lesa út úr frásögnum af kynnum hans
áf Oxfordhreyfingunni svokölluðu og uppgjöri hans við hana á Uppsala-
ámnum. Þar kemur fram, að hann snerist til gagnrýni á of þunga áherslu,
sem hreyfingin er í bókinni talin hafa lagt á persónulegan einstaklingsþroska
eða helgun einstaklingsins, svo notað sé hefðbundið hugtak guðfræðinnar.
Þess í stað er Sigurbjöm sagður hafa uppgötvað með nýjum hætti áherslu
Lúthers á réttlætinguna af trúnni einni. Við þetta endurmat mun boðskapur
Passíusálmantm hafa skipt miklu máli (bls. 111-12, 123-25). Á þessum veiga-
miklu stöðum koma helstu einkenni bókarinnar skýrt í ljós: Lýsingar em
stuttar og skortir dýpt, endurtekninga gætir líkt og gæti gerst í samræðum
eða viðtali, en þjóna síður tilgangi á prenti og mikilvæg fyrirbæri á borð við
Oxfordhreyfinguna skjóta upp kollinum án tæmandi skýrgreininga. Sú