Saga - 1995, Blaðsíða 27
25
VINSTRI STJÓRNIN OG VARNARMÁLIN 1956
lagsins hafi borið nokkum árangur. Þeir komu a.m.k. í veg fyrir, að
kosningaloforðið um brottför hersins yrði sá prófsteinn stjómarsam-
starfsins, sem margir sósíalistar höfðu vonast til.
Vinstri stjórnin leitar lána í Vestur-Evrópu
Vinstri stjómin lagði mikla áherslu á þær stórframkvæmdir, sem
hún hugðist ráðast í: rafvæðingu landsins, togarakaup og aðrar fjár-
festingar í iðnaði, landbúnaði og sjávarútvegi. Það var samt deginum
ljósara, að efnahagsstefna stjómarinnar var undir því komin, að henni
tækist að afla erlendra lána. Hermann Jónasson hafði ekki ástæðu til
að ætla að Bandaríkjamenn hlypu upp til handa og fóta til að koma
stjóminni til aðstoðar í þessu máli vegna stefnu stjómarinnar í vam-
armálum. Það þurfti því að leita á önnur mið, og hér lá beinast við að
kanna það lánstilboð, sem Adenauer hafði gert Ólafi Thors fyrir
kosningar. Fór Kristinn Guðmundsson, fyrrverandi utanríkisráð-
herra, sem hafði tekið þátt í opinberri heimsókn Ólafs Thors til
Vestur-Þýskalands, strax í upphafi ágústmánaðar til Bonn til að
hefja samningaviðræður um lánið.
Viðbrögð Vestur-Þjóðverja urðu önnur en þeir Hermann og Krist-
lnn höfðu vafalaust búist við. Þegar Kristinn fór fram á að fá lán til
v'rkjunar Sogsins, sem endurgreitt yrði á 15 til 25 ámm, lýsti Hilger
Van Scherpenberg, deildarstjóri efnahagsmálasviðs utanríkisráðuneyt-
jsins, yfir furðu sinni á því, að stjómin hefði ekki fyrst leitað til Al-
þjoðabankans og lagði áherslu á að fá frekari upplýsingar um
greiðslujöfnuð íslands við austantjaldslöndin. Þetta var fyrsta vís-
bendingin um, hvað lá að baki viðbrögðum Vestur-Þjóðverja: stefna
vinstri stjómarinnar í vamarmálum. Síðan gerðu vestur-þýsku emb-
ættismennirnir allt til að drepa málinu á dreif og sögðu, að einvörð-
nngu kæmi til greina að útvega venjuleg verslunar- eða útflutnings-
an til fárra ára, því að þýska stjómarskráin bannaði stjóminni að
veita lán. Þetta var þó aðeins fyrirsláttur: Ef þýsk stjórnvöld hefðu
aft áhuga á því að verða við lánaóskum íslendinga, þá hefði þeim
verið í lófa lagið að ábyrgjast lán á vegum þýskra lánastofnana.
estur-Þjóðverjar höfðu hins vegar annað í huga, eins og Kristinn
omst að nokknim dögum síðar. Hann orðaði þetta svo:
Eg spurði hvemig Adenauer hefði hugsað sér að veita lánið,
samkvæmt tilboði í skeytum. Van Scherpenberg sagði þá í
flýti, að tilboðið hafi verið persónulegt til Ólafs Thors. Ég