Saga - 1995, Blaðsíða 159
.OMMUSKEYTIN'
157
hafi einkum verið við haft við skeytasendingamar. Annars vegar
vom bresku togaramir, sem stóðu í skeytasambandi við umboðs-
naenn breskra útgerðar- og tryggingafélaga hér á landi, eða menn á
þeirra vegum. Var þá sá háttur yfirleitt á hafður, sem fram kom í áð-
urtilvitnaðri skýrslu þeirra Guðjóns Teitssonar og Guðmundar Pét-
urssonar, að togaramenn létu tengiliði sína í landi vita er þeir komu
a miðin og aftur er þeir hurfu á braut. Þess á milli sendu þeir sjald-
an skeyti en fengu fjöldamörg úr landi.
A hinn bóginn vom íslensku togaraskipstjórarnir, sem mynduðu
'/kvótafélögin" svonefndu og áður var lýst. Þeir stóðu í nær stöðugu
sambandi hver við annan og við menn í landi, oftast útgerðamann-
•nn. Til þess að upplýsa njósnir í þágu íslenskra togara var þeim
Guðjóni og Guðmundi falið, þegar í janúar 1936, „að rannsaka skeyta-
viðskipti hvers einstaks útgerðarmanns og skips fyrir sig til þess
þanxug að freista [þess] að komast að niðurstöðu í þessu efni um
hvem einstakan. Vom síðan rannsökuð öll togaraskeyti, sem fyrir-
hggjandi vom í skeytasafni landssímans."41 Réttarrannsókn var svo
hagað eftir því sem tilefni þótti til í hverju einstöku tilviki. Er
skemmst frá því að segja, að yfirheyrslur í lögreglurétti Reykjavíkur
1 Ianúar 1936 staðfestu að umfangsmiklar njósnir um ferðir varðskip-
anna áttu sér stað innan „kvótafélaganna."42
Tæpum tveim vikum eftir setningu bráðabirgðalaganna áðumefndu
varð óvæntur atburður, sem varpaði ským ljósi á landhelgisnjósn-
lrnar og sýndi hve bíræfnir njósnaramir vom við upplýsingaöflun
°8 miðlun.
Málavextir vom þeir, að hinn 30. janúar 1936 tók varðskipið Ægir
reska togarann Vin frá Grimsby með ólöglegan umbúnað veiðar-
®ra innan landhelgi við Öndverðames. Varðskipið fór með togarann
hl Reykjavíkur og vom allar skeytasendingar til hans stöðvaðar með
^érstökum úrskurði, sem settur lögreglustjóri kvað upp um leið og
ethst að skipið hefði verið tekið. Er skipin komu til Reykjavíkur var
gerð um borð í togaranum og fundust þar 30-40 dulmálslyklar,
P- a m. lyklar dómsmálaráðuneytisins, lyklar Skipaútgerðar ríkisins,
Sem annaðist útgerð íslensku varðskipanna, og loks dulmálslykill,
Sem merktur var „Danneb.", og reyndist vera lykill að dulmáli, sem
nski sendiherrann á íslandi notaði í samskiptum við dönsku varð-
^ Sama heimild.
2 Sama heimild.