Saga - 1995, Blaðsíða 117
HVERJIR VORU TYRKJARÁNSMENN?
115
á plóginn í sjóránastarfseminni, einkum frá borginni Salé á Atlants-
hafsströndinni sem var „órólega deildin" í ríki þeirra. Marokkó heyrði
ekki undir Tyrki en sjóreyfarar í Salé höfðu stundum félag við starfs-
bræður sína í Algeirsborg.
Heimildir og rannsóknir
Sjóránasaga öndverðrar 17. aldar hefur verið allnokkuð könnuð enda
eru heimildir um hana talsverðar. Eins og við er að búast segir færra
af réttlausu ræningjunum en opinberu starfseminni. Undantekning
er m.a. rit Henrys Mainivarings sem var einn alræmdasti einkaræn-
ingi síns tíma en þáði loks náðun úr hendi Jakobs I Englandskon-
ungs og færði honum rit um háttalag sjóræningja ásamt ráðum til að
kveða þá niður árið 1618.8 Einnig er til talsvert af opinberum bréf-
um, tilskipunum, dómum o.s.frv. sem varða sjórán í Evrópu og
hafa nokkrir fræðimenn kannað þau út frá sjónarmiði hvers lands
fyrir sig.9
Um sjóræningja Norður-Afríku, og þar með „Tyrkina" sem rændu
á Islandi 1627, eru til ærnar og fjölbreyttar heimildir.10 Það sem
kemur á óvart er að þeirra er síst að leita á heimaslóðum, þ.e. í Norð-
ur-Afríku. í Istanbul er hins vegar varðveitt mikið safn skjala frá
lendum Tyrkja í Norður-Afríku á þessum tíma enda var stjórn Al-
geirsborgar reglufestustjórn og hélt fundargerðir en flokkun og út-
8 Mainwaring, Sir Henry, „Of the Beginnings, Practices, and Suppression of Pir-
ates." The Life and Works of Sir Henry Mainwaring. 2. bindi. Ritstj. Manwaring,
G. E. and Perrin, W. G. Navy Records Society Ján útgáfustaðar] 1922.
9 Yfirlitsritið eftir Philip Gosse, The History of Piracy, New York 1934, er heldur
klént. Frjálslega er farið með hugtök, frumheimilda ekki leitað sem skyldi og
ótæpilega er alhæft. Af athugunum um einstök lönd er hægt að geta þriggja
doktorsritgerða um sjórán Englendinga: a) Moore, R. O. „Some Aspects of the
Origin and Nature of English Piracy, 1603-1625." University of Virginia, 1960.
b) Senior, C. M., „An Investigation of the Activities and Importance of English
Pirates 1603-40." University of Bristol, 1973. c) Appleby, J. C., „English Privateer-
ing during the Spanish and French Wars, 1625-1630." University of Hull, 1983.
10 Ritaskrá yfir prentuð evrópsk rit um „Barbaríið" kom út í London 1888-98 og
var endurútgefin síðar: Playfair, Sir R. L., The Bibliography of the Barbary States.
Gregg Intemational Publishers 1971. f prentaðri doktorsritgerð Turbet-Delofs,
sem fjallar um franskar heimildir um Barbaríið á 16. og 17. öld em talin 292
rit. Turbet-Delof, Guy, L'Afrique Barbaresque dans la Littérature Franqaise aux
xvr et XVir siécles. Genf 1973.