Saga - 1995, Blaðsíða 253
RITFREGNIR
251
Einar Benediktsson, Ketill Sigurjónsson og Sturla Páls-
son: UPPHAF EVRÓPUSAMVINNU ÍSLANDS. Alþjóða-
málastofnun Háskóla íslands. Reykjavík, 1994. 158 bls.
Myndrit, töflur.
Hannes Jónsson: EVRÓPUMARKAÐSHYGGJAN: HAGS-
MUNIR OG VALKOSTIR ÍSLANDS. Bókasafn Félags-
málastofnunarinnar 10. Félagsmálastofnunin Reykjavík,
1990.118 bls. Myndir, myndrit, töflur.
Endurreisn Evrópu eftir seinna stríð byggðist ekki á almennum pólitískum
friðarsamningum líkt og gerðist eftir heimsstyrjöldina fyrri, heldur á al-
þjóðasamvinnu og -samningum, sem þar til gerðum stofnunum var falið að
fylgja eftir. Sú grundvallamýjung varð í alþjóðasamstarfi að nokkur ríki í
Vestur-Evrópu afsöluðu sér valdi á mikilvægum sviðum efnahagslífs er þau
bundust samtökum um nána efnahagssamvinnu, sem leiddi síðan til stofn-
unar Efnahagsbandalags Evrópu, EBE, árið 1957.
Evrópusamrunann, en svo hefur þessi tegund Evrópusamvinnu verið
kölluð, hafa sumir skýrt með vísun í hugsjónina um sameinaða Evrópu,
sem glæddist í hörmungum stríðsins og átti að binda endi á blóðsúthell-
'ngar fyrir fullt og allt. Aðrir hafa túlkað stóraukna samvinnu sem svar
stríðshrjáðra þjóðríkja í Evrópu gegn ofurvaldi stórveldanna í austri og
vestri. Enn aðrir hafa leitað skýringanna í ört vaxandi alþjóðaviðskiptum,
aukinni tækni og fjármagnsfrekari atvinnurekstri, sem hvert á sinn hátt
hefur dregið úr möguleikum þjóðríkjanna til sjálfstæðrar stefnumótunar í
efnahagsmálum.
Þessar skýringar kunna að hafa eitthvert gildi, en þær eru of almennar
til að tilgreina nákvæmlega hvaða sögulegar aðstæður skópu EBE; þær svara
því til dæmis ekki af hverju sum ríki en ekki önnur völdu samrunaleiðina,
®f hverju tilteknir málaflokkar urðu viðfangsefni sambandsins en aðrir
ekki. Á síðari árum hafa komið fram sagnfræðiverk sem draga upp skarp-
ari nrynd af því sem gerðist og skýra Evrópusamrunann að ýmsu leyti á
annan hátt en algengt er í bókum um þetta efni. Þau eru reist á víðtækum
^gnfræðilegum rannsóknum og færa sér í nyt skjöl sem hafa til skamms
túna verið lokuð almenningi. Meðal fremstu fræðimanna á þessu sviði er
Alan S. Milward og hópur hagsagnfræðinga sem starfað hefur með honum.
Milward og félagar hafna því að með EBE hafi orðið til eins konar yfir-
þjóðlegt ríki á kostnað þjóðríkjanna, heldur hafi hlutaðeigandi ríki komist
að pólitísku samkomulagi um að afsala sér fullveldi á afmörkuðum sviðum
efnahagsmála til þess að treysta framtíð sína sem best. EBE hafi orðið til
Sern gildur þáttur í viðleitrú þjóðríkjanna til að endumýja sig eftir kreppu