Saga - 1995, Blaðsíða 66
64
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
takmarki í verklegum og andlegum efnum, sem hún keppir að."3
Þessi rök þurfa ekki að koma neinum á óvart, þar sem hugmynd-
ir sem þessar voru mjög í tísku í Evrópu allt fram til loka síðari
heimsstyrjaldar. Röksemdafærslan á sér rætur í kenningum þýskra
spekinga á síðari hluta 18. aldar og snemma á þeirri nítjándu, eða
manna líkt og Johanns Gottfrieds Herders og Johanns Gottliebs Fichtes.4
Sá fyrmefndi kom fram með þá kenningu að tungumál væri undir-
staða þjóðemis, sem hinn síðamefndi þróaði þannig að tungumál
væri ekki aðeins undirstaða þjóðemis, heldur gætu þeir einir lifað
lifandi menningarlífi sem mæltu uppmnalegt og ómengað tungu-
mál. Slíkar þjóðir væm öðmm æðri og merkari - hann átti reyndar
fyrst og fremst við Þjóðverja, en íslendingar hafa alltaf átt auðvelt
með að taka kenninguna til sín.
Allt frá upphafi sjálfstæðisbaráttunnar varð eitt meginhlutverk Is-
landssögunnar að efla sjálfsvitund Islendinga og samstöðu. I glæstri
fortíð leituðu þeir sönnunar fyrir samhengi sjálfstæðis og andlegra
afreka, enda var menning sögualdar talin hafa átt sér fáa jafningja í
mannkynssögunni. Á sjálfstjórnar- eða þroskatímabilinu, segir Jón
Jónsson Aðils í lýsingu sinni á tímabilinu frá 930-1262, „stendur
hagur þjóðarinnar með mestum blóma. Hvar sem litið er, blasir við
augum þjóðlíf, svo ríkt og fagurt og glæsilegt, að hvergi hefur átt
sinn líka á fyrri öldum nema hjá Forn-Grikkjum á þeirra hæsta
þroskastigi ...".5 Niðurlæging erlendrar stjómar drap þennan skap-
andi kraft í dróma, dró máttinn úr þjóðinni, en kom þó ekki í veg
fyrir að kraftmestu synir og dætur þjóðarinnar reyndu að spoma við
fótum. Þannig tengdi einn óslitinn þráður saman starf manna eins
og nafnanna Jóns Arasonar og Jóns Sigurðssonar - og framfaravilji
þeirra Eggerts Ólafssonar og Magnúsar Stephensens var ekkert
annað en forleikur að kröfunni um sjálfstætt Island, þótt báðir hafi
prísað sinn arfakóng fyrir hans óendanlegu gæsku og umhyggju
fyrir Islands framfömm.
3 Tilvitnunin er tekin úr: Bjöm Þórðarson, Alpingi og frelsisbaráttan 1874-1944
(Reykjavík: Alþingissögunefnd, 1951), 330.
4 Elie Kedurie, Nationalism 3. útg. (London: Hutchinson, 1966) og J. G. Fichte,
Adresses to the German Nation (New York: Harper Torchbooks, 1968). Sbr. rit-
gerð Sigríðar Matthíasdóttur, Réttlæting þjóðemis. Samanburður á orðræðu ]óns
Jónssonar Aðils og kenningum Johanns Gottlieb Fichtes (BA- ritgerð í sagnfræði frá
Háskóla íslands, ágúst 1993).
5 Jón Jónsson [Aðils], íslenzkt pjóðerni. Alþýðufyrirlestrar (Reykjavík: Sigurður
Kristjánsson, 1903), 238,