Saga - 1995, Blaðsíða 124
122
ÞORSTEINN HELGASON
byggir sína útgáfu að talsverðu leyti á Sögu sjórána eftir Philip Gosse27
þó að hann tilgreini ekki heimild fyrir Islandsferðinni sérstaklega.
Gosse þakkar hins vegar L. C. Vrijman fyrir þessa sögu og hefur
jafnframt eitt rit hans (þá heitir hann að vísu orðið Vryman) á rita-
skrá sinni. í ljós kemur að Vrijman breytir Grindavík í Reykjavík og
talar um fjölda manna sem ræningjarnir hafi þar slegið í hel.28 Ekki
vísar hann í heimildir né birtir ritaskrá en ber Nicolaas á Wassenaar
fyrir þessari og fleiri sögum. Og er þá loks komið aftur að hollensku
frásögninni sem nefnd var hér á undan; Claes Wassenaer er önnur
gerð höfundamafnsins.
Danir og Svíar komust ekki í stjórnmálatengsl við Alsír fyrr en á
18. öld þegar þeir tóku að sigla inn á Miðjarðarhafið. Svíinn Carl
Reftelius var skipaður ritari við sænsku ræðismannskrifstofuna í Al-
geirsborg árið 1730 og skrifaði bók í framhaldi af því sem hann seg-
ist byggja á eigin reynslu, samræðum við mára, gyðinga og Evrópu-
menn á staðnum og allmörgum ritum annarra sem hann tilgrein-
ir.29 Hann segir í einni setningu frá dirfsku alsírskra sjóræningja
sem sigldu til Danmerkur árið 1627 og rændu þar nokkmm hópi
manna. Árið 1638 hafi íslendingur, sem kastað hafði trúnni, hvatt
húsbónda sinn til íslandsferðar og hafi hann leiðbeint honum þang-
að þar sem 800 manns vom herteknir, „ásamt konum og bömum
en það fólk hafði aldrei átt aðra óvini á eynni en ís og fátækt... ".30
Þessi lýsing er augljóslega bergmál af frásögn d'Arandas, sem áður
er nefnd, með viðbót frá Pierre Dan og nokkmm rangfærslum.
íslensku heimildirnar hafa í litlum mæli ratað inn á vettvang er-
lendra fræðimanna. Ferðasaga Ólafs Egilssonar var prentuð í Kaup-
mannahöfn 1741 (og var raunar fyrsta útgáfa hennar) en ekki er mér
kunnugt um hve mikilh útbreiðslu hún náði. Sigfús Blöndal skrifaði
yfirlitsgrein um Tyrkjaránið í danskt tímarit 1899.31
Enski nýlendufræðimaðurinn Nelson Annandale skrifaði bók um
Færeyjar og ísland sem kom út 1905; þar er 25 blaðsíðna kafli um
27 Gosse, Philip, The History of Piracy. New York 1934,54. Endurprentuð 1976.
28 Vryman/Vrijman, L.C., „Iets uit de geschiedenis van den Zeerof en van de
vrijbuiters in de Lage Landen." Ons Zeewezen. 29. árg., 15. ágúst 1930, 302.
29 Reftelius, Carl, Historisk och Politisk Beskrifning Öfwer Riket och Staden Algier,
Ifrdn Ár 1516 til och med Ár 1732. Stokkhólmur 1737. (Företal.)
30 Sama rit, 403-4.
31 Sigfús Blöndal, „Algierske Soroveres Tog til Island Aar 1627." Nord og Syd, II,
1899,193-208.