Saga - 1995, Blaðsíða 74
72
ANNA AGNARSDÓTTIR
ekta..."10 - nokkuð sem fólki sem bjó í skugga Stóradóms hefur þótt
merkilegt. Jarðskjálftar í Asíu voru tíundaðir í annál Odds Eiríks-
sonar á Fitjum við árið 1609* 11 enda huggun að vita til þess að ekki
eingöngu Islendingum stóð ógn af slíkum náttúruhamförum.
Höfundur Seiluannáls, Halldór lögréttumaður Þorbergsson, fylgd-
ist grannt með helstu atburðum á Englandi. Þótt hann virtist lítt hrif-
inn af Henríettu Maríu, hinni kaþólsku drottningu Karls I sem hafði
„látið brenna nokkrar kirkjur í Englandi, og drepa presta... ", eins
og stóð við árið 164312 var aftaka Karls I hörmuð því við tók „sá
vondi skálkur" KromweUP Hafði Kromwell enn það viðumefni árið
1651. Árið 1655 stendur í annálnum að „Kromwell gamli réði enn á
Englandi", ástandið var því miður óbreytt árið 1657, en léttis gætir
hjá annálaritara er hann gat skráð ári seinna: „Deyði sá gamli Oliver
Kromwell í Englandi."14
Áberandi er hversu margar frásagnir eru í annálum af undarleg-
um fæðingum erlendis. Árið 1616 stendur í Skarðsárannál: „í Dan-
mörku á Skáney bar það við, að ein kýr bar eður fæddi tvö meyböm,
og hlutu bæði skím, en sá bóndi, sem kúna átti, hengdi sig sjálf-
ur".15 Fyrst sjónvarpsþættimir Þjóð íhlekkjum hugarfarsins em tilefni
þessarar ráðstefnu má ef til vill benda höfundum þáttaraðarinnar á
að hér er á ferðinni efni sem nota má til þess að gera fræðslumynd
um ástandið á dönskum bændum fyrr á öldum til samanburðar.
Einangrun íslands var einnig rofin er útlendingar komu hingað
og skoðuðu þetta forvitnilega land. Þeir hafa væntanlega sumir bor-
ið með sér ferska menningarstrauma að utan. Fyrsti breski vísinda-
leiðangurinn kom hingað til lands síðla sumars árið 1772 undir for-
ystu Sir Josephs Banks. Er til að mynda ekki ósennilegt að þegar
Bjami Pálsson landlæknir bauð honum og Uno von Troil til glæsi-
legs hádegisverðar, að von Troil, nýkominn frá Frakklandi, hafi sagt
10 „Annáll Bjöms lögréttumanns Jónssonar á Skarðsá eða Skarðsárannáll 1400-
1640", Annálar 1400-1800, (Rvk, 1922-27), 1,193. Hann giftist systrunum Önnu
og Konstönzu frá Styríu.
11 „Annáll Odds Eiríkssonar á Fitjum eða Fitjaannáll 1400-1712", Annálar 1400-
1800 (Rvk, 1927-32), II, 96.
12 „Annáll Halldórs Iögréttumanns Þorbergssonar eða Seiluannál 1641-1658",
Annálar 1400-1800,1,283.
13 Sama heimild, 289. Aftakan fór reyndar fram tveimur árum síðar.
14 Sama heimild, 296 (1651); 308 (1655); 313 (1657); 316 (1658).
15 Skarðsárannáll, 206.