Saga - 1995, Blaðsíða 248
246
RITFREGNIR
an gert hjá Sumarliða. Hann hefur hins vegar fleiri rithætti við ártöl, s.s.
1940-50, 1940-1950 og 1940 til 1950. Efst á blaðsíðu 163 er röng beyging á
orði, en annars er lítið um slíkar missmíðar.
Fjölmargar skrár eru í bókinni. Tilvísanaskrá er aftast og síðan heim-
ildaskrá sem skiptist í prentaðar heimildir, óprentuð skjöl og handrit og
loks skrá yfir viðtöl, svör við spumingaskrám og spumingalistum höfund-
ar. I skrá yfir prentaðar heimildir er ekki að finna bók eftir Hjálmar R-
Bárðarson, Fyrsta stálskip smíðað á íslandi, sem kom út 1993, en Sumarliði
segir í inngangi að ritun verksins hafi lokið um mitt ár 1992. Sumarliði
hefði átt að nefna rit Hjálmars, fyrsta skipaverkfræðings Islendinga, í þessu
riti sem fjallar svo mjög um skipasmíðar.
Heimildir Sumarliða em, auk prentaðra rita, skjöl, viðtöl og svör við
spumingaskrám. Sumarliði býr að því að saga margra stærri fyrirtækja í
málmiðnaði hefur komið út í afmælisritum, í tímaritum eða er til í handrit-
um í skjalasöfnum fyrirtækjanna sjálfra. Auk bóka um iðnaðinn notar höf-
undur tímarit iðnaðarmanna og ýmsar úttektir sem gerðar hafa verið, og
úrklippusöfn lír blöðum hafa verið notadrjúg. Sumarliði hefur fengið aðgang
að mörgum skjalasöfnum, sérstaklega stærri fyrirtækja, og er gott að sjá að
þau em ekki komin í glatkistuna. Höfundur raðar öllum skjölum í staf-
rófsröð og getur þess aftan við titil skjals í heimildaskrá í hvaða skjalasaffu
það er varðveitt. Meginreglan er hins vegar að skrá fyrst nafn skjalasafns
og síðan nöfn skjalanna. Þannig fæst betri yfirsýn og flokkað yfirlit yfir
þau skjalasöfn sem unnið hefur verið úr. Hið nýstárlega í heimildanotkun
Sumarliða em spumingaskrár sem forráðamenn fyrirtækja hafa svarað. Þar
hefur miklum fróðleik verið safnað. Að vísu steypir höfundur saman við-
tölum, stuttum og löngum, og svömm við spumingaskrám sem ritnefnd
um sögu málmiðnaðar sendi til félagsmanna Málm- og skipasmiðasam-
bands íslands. Um er að ræða svör 107 einstaklinga um allt land og hefð*
mátt flokka þau í viðtöl og svör við spumingaskrám. Birta hefði mátt spurn-
ingaskrána, á svipaðan hátt og birtir em listar yfir félög atvinnurekenda
og fyrirtæki í málmiðnaði og forsvarsmenn þeirra. Sumarliði hefði mátt
vísa til umræðu undanfarinna ára í Sögu, Landnámi Ingólfs, á norrænum
sagnfræðingaþingum og víðar um heimildagildi viðtala, þó ekki hafi verið
rúm að fjalla um það í bókinni sjálfri.
I nafnaská em mannanöfn og nöfn fyrirtækja í málm- og skipasmíðum-
I fyrra bindi var einnig að finna nöfn félaga og stofnana, auk borga og
bæja. Slíkt er ekki með nú. Það vekur athygli að ekki er atriðisorðaskra i
þessu bindi eins og í hinu fyrra. Átti rihð ekki að verða handbók?
Ekki er hægt að telja Frá steðja til stafns til sérfræðirita, þar sem leitað er
svara við afmörkuðum rannsóknaspumingum og brotin til mergjar lykil'
atriði í þróun málmiðnaðar, enda væri slfkt óhugsandi á þeim stutta hma