Saga - 1995, Blaðsíða 191
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
189
vera, þegar vertíöin er úti, að vinna hjá bændunum fyrir dag-
laun. Eins má það fólk, sem slíkir fiskimenn þurfa um vertíð-
ina, þjóna hjá bændunum fyrir daglaun, þegar hún er á enda.
Þarna var því nokkurt svigrúm. A tímum tilskipunarinnar fram
1863 hófu ýmsir þilskipaútgerð vestanlands. Með tilskipunum
konungs frá 1863 um lausamenn og húsmenn og frá 1866 um
vmnuhjú áttu fleiri flokkar manna rétt á að vera ekki í vist. Borgun-
arlaust voru það þeir sem höfðu staðið í vinnuhjúastétt 20 ár og fengið
jafnan góðan vitnisburð - sem sagt við 36 ára aldur þegar bezt lét. í
8rein minni í Skírni (bls. 228) gat ég þess að ég hefði ekki orðið þess
var í prentuðum heimildum um upphaf og viðgang þilskipaútgerð-
ar til fiskveiða að komið hafi fyrir að útgerðina hafi vantað vinnuafl
vegna vistarskyldu eða takmarkana á rétti manna til að setjast að í
þurrabúð né séð dæmi um að þau ákvæði hafi tafið nýmæli í at-
vinnuháttum. Ennfremur hafi ég spurt ýmsa menn kunnuga þess-
Urn tíma um það, en þeir hafi ekld þekkt nokkurt dæmi þess og
ekki talið líklegt að þau fyndust.
Guðmundur Jónsson7 þykist finna þess dæmi í kringum 1890 að
utgerðarmönnum þilskipaútgerðar veittist erfitt að manna skip sök-
um vistarbandsins og vísar til þriggja ritaðra heimilda. Þegar þær
e^u lesnar finnst enginn stafur um slíkt eins og nú skal greint. Fyrst
visar hann til greinarinnar „Þilskipa-útvegurinn og manna-eklan"
(Þjóðviljinn 21. janúar 1892). Þar segir:
Þessi seinustu árin hafa að vísu nokkrir dugandis menn, sem
atvinnu hafa við þilskipaveiðamar, setzt að hér í kaupstaðn-
um, en þeir em því miður alltof fáir, og eg vil segja furðan-
lega fáir, því að ætla mætti, að þessum mönnum myndi þó að
mörgu leyti hentugra að vera búsettir þar, er þeir reka sína
aðal-atvinnu, eða sem næst þeim stað.
reinarhöfundur sem kallaði sig kaupstaðarbúa taldi ástæður til
Pessa, en tilgreindi enga. - Ennfremur vísar Guðmundur til tveggja
Stae)a í riti Gils Guðmundssonar um skútuöldina. Fyrri tilvitnunin,
um útgerðartíma þilskipa á handfæraveiðum við Faxaflóa, geymir
Pessa athugasemd sem málið varðar: „Um það leyti sem sláttur
0 st skipti einatt mjög um menn, og var þá stundum erfiðleikum
Uudið að ráða fullar áhafnir á skipin." - Hin tilvitnunin er frásögn
erthíasar Þórðarsonar, en hann var kjalnesingur:
Guð
7
^nuindur Jónsson, 68.