Saga - 1995, Blaðsíða 237
RITFREGNIR
235
Þjóðminjasafnsins eða tengjast því með einum eða öðrum hætti. Fræðasviðin
eru mörg og hafa höfundar bakgrunn í sagnfræði, íslenskum fræðum, fom-
leifafræði, forvörslu, þjóðháttafræði, búfræði, textílfræði, byggingarlist, ljós-
myndun, listasögu, viðskiptafræði og vélvirkjun. Efnistökin em að vonum
mismunandi og áherslur með ólíkum hætti. Höfundar eiga það þó sameig-
mlegt að vísa til heimilda og fylgja fræðilegum kröfum þar að lútandi. Til-
visanir em birtar aftast í einu lagi. Ættu því allir sem vilja að geta aflað sér
frekari vitneskju um þá gripi sem fjallað er um eða þau fræðasvið sem
ahersla er lögð á í hverjum þætti.
Höfundum gefst ekki mikið rúm til að fjalla um hvem grip eða sérsafn á
þeirri einu síðu sem til umráða er fyrir hvem þátt og mætti birta langa
pistla um suma gripanna. Nokkuð góða grein er þó hægt að gera fyrir hlut-
unum sem slíkum og samhengi þeirra á ýmsa vegu. Lesendur fá innsýn
wn í margvíslega fræðaheima og aðferðir sem beita má við að meta menn-
'ngararfinn. Eftir slíkar rannsóknir má segja að gripimir fái meira gildi en
áður. Hönd hefur verið fest á þáttum sem varpa ljósi á sögulegt gildi
þeirra.
Ekki er samræmt á hvað höfundar leggja áherslu í umfjöllun sinni.
Eumir leggja áherslu á varðveislusöguna og að rekja hverjum gripurinn
hefur eða gæti hafa tilheyrt. Aðrir einbeita sér að athugunum á notkun
fpipanna, enda jafnvel óljóst hvaðan þeir em uppmnnir og stundum erfitt
®ð túnasetja þá til ákveðinnar aldar. Þá er áherslan löngum á að varpa ljósi
a hvaða þýðingu gripir af þessu tagi höfðu í fortíðinni, t.d. í verkmenning-
unm eða heimilishaldinu. Sumir þáttanna fjalla um sérstök atriði varðandi
8erð gripanna og má nefna sem dæmi útsaumsaðferðir, útskurð eða tækni-
'e8 atriði varðandi gler og málningu. Margir leggja sig einnig í líma við að
varpa ljósi á erlent samhengi í rannsóknum sínum. Fyrri athuganir em
Erufnar, bætt við fyrri niðurstöður eða þeim andmælt og aðrar skýringar og
Elgátur settar fram um aldur gripanna og hlutverk. Stundum er ekkert
v'tað um uppruna þeirra og tilurð og það gert að umfjöllunarefni að stað-
SetIa gripina í tíma og rúmi. Nokkuð er um að höfundar birti vísur og
Veðskap sem tengist efni þáttanna. Oftast er þetta skemmtilegt krydd í
asögninni auk þess að varpa stundum nýju ljósi á efnið. Sumt af því sem
^rífaeðingamir skrifa er tengt öðmm rannsóknum þeirra og mikil dýpt í
Surnum textunum og vemlegar rannsóknir að baki þeim. Er á engan hallað
P°tt athygli sé vakin á pistlum þar sem sérlega vel hefur tekist að setja
8npina í samhengi og varpa fram áhugaverðum spumingum. Má í því
^mbandi t.d. nefna þætti eftir Hallgerði Gísladóttur, Elsu E. Guðjónsson
°8 Þórð Tómasson.
Höfundar velta sumir hverjir upp spumingunni um sögulegt gildi
Snpanna, sem hlýtur að vera mikilvæg umræða í þessu samhengi (sjá t.d.
^P* ^m bámst árin 1876, 1877 og 1883). Leiðimar sem famar em við að