Saga - 1995, Blaðsíða 69
ÍSLENSK SÖGUENDURSKOÐUN
67
nokkru pólitísku hlutverki sínu. Hér er ekki um óvænta þróun að
ræða, þar sem eitt markmið sögusýningarinnar árið 1944 hafði
einmitt verið að reyna að blása lífi í kulnandi glæður þjóðemishyggj-
unnar meðal hinna yngri, og þá ekki síst hjá „æskulýð bæjanna,
einkum Reykjavíkur", svo ég vitni aftur í fyrrnefnda grein Einars
Olgeirssonar:
Sú kynslóð, er nú vex upp, hafði sjálf enga reynslu og lítil
kynni af sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Það lá því við sjálft, að
í þessari kynslóð rofnaði hinn rauði þráður frelsisbaráttu vor
Islendinga, ef eigi væri allt gert, sem auðið var, til þess að
styrkja hann, halda arfsögn baráttunnar vakandi, gera strit
og stríð farinna kynslóða fyrir frelsinu að snörum þætti í lífi
og vitund uppvaxandi kynslóðar.9
Endurskoðun sögunnar virðist því bera vott um brostnar vonir;
„hinn rauði þráður frelsisbaráttunnar" hefur rofnað í þeim kynslóð-
um sem upplifðu ekki deilumar við Dani og „strit farinna kynslóða
íyrir frelsinu" myndar ekki snaran þátt í lífi okkar. Við höfum því
enga þörf lengur fyrir að líta á samfélag fortíðarinnar sem einhuga,
°g það er engin goðgá að halda því fram að stundum hafi Islending-
ar verið Islendingum verstir. En um leið hefur endurskoðunin blásið
nýju lífi í íslenskar sögurannsóknir, vegna þess að lifandi saga get-
ur aldrei byggst á „lotningarfullu stagli." Með þessu er ég ekki að
segja að hin nýju viðhorf séu alltaf réttari en hin gömlu, enda er
slíkur mælikvarði einfaldlega ónothæfur þegar við komum að túlk-
unarvandamálum sögunnar.
Sagan hefur ávallt verið mikilvægur þáttur í skilgreiningu ís-
lenskrar þjóðar og í ákvörðun á réttindum hennar og landamæmm.
Pólitískar kröfur vom réttlættar með tilvísun í fortíðina, og olli það
því að sagnfræðingar og sagnfræðirannsóknir léku stórt hlutverk í
Earáttunni fyrir þjóðfrelsi. Afleiðing þessa var sú, að sagnfræðin varð
þjónn stjómmálanna; hún staðfesti mikilvægi myndunar þjóðríkis-
lns, en lét sjaldan í ljós efasemdir um þessa þróun. Nú, þegar staða
þjóðríkja og þjóðemis virðist stefna inn á nýjar brautir, er nauðsyn-
^egt fyrir okkur að endurmeta söguna, og þá verður það að gerast á
forsendum nútímans en ekki fortíðarinnar. Eða, svo ég umorði heiti
greinar Franfois Furets sem lagt var út af í upphafi þessa erindis: la
uííe pour Vindépendence islandaise est terminée - baráttunni fyrir sjálf-
st*ði íslands er lokið.
9 Einar Olgeirsson, „Sögusýningin", 386.