Saga - 1995, Blaðsíða 120
118
ÞORSTEINN HELGASON
á óvæntum stöðum. Sem dæmi má nefna dómsskjöl spænska rann-
sóknarréttarins. Upplýsingar um sjórán gátu slæðst inn í þau þegar
skip frá Norður-Afríku voru tekin og flutt til spænskrar hafnar. Ef
vafi lék á um trúfesti Evrópumanna um borð var kallað á rannsókn-
arréttinn og yfirheyrslur hófust: Hverjir höfðu gengið af réttri krist-
inni trú og hverjir höfðu gert það af fúsum og frjálsum vilja? Frá-
sögn trúskiptinganna er oft fróðleg lesning.15
Hugtök
Eins og áður er nefnt voru ekki öll sjórán af sama toga á 17. öld.
Tyrkjaránið þarf því að skoða í þessu ljósi, þ.e. út frá siðum og regl-
um síns tíma. Reglur um samskipti þjóða, ríkja og hópa voru brota-
kenndar og oft ósamstæðar en þó í mótun enda safnaðist mikil
reynsla fyrir í átökum aldarinnar. Lærðir menn glímdu við vanda-
mál laga um stríð og frið og fremstur þeirra var Hollendingurinn
Hugo Grotius. Höfuðrit hans kom út á Tyrkjaránstíma, 1625.16
Heiri hugtök þarf að skilgreina þegar fjallað er um Tyrkjaránið, t.d.
íslamskar hugmyndir um þjóðarétt, ekki síst hugtakið dsíhad (jihad,
heilagt stríð). Sömuleiðis þarf að kanna stöðu þrælahalds í Evrópu
og í arabaheiminum, hvemig háttað var gíslatöku og útlausn gísla
á umræddum tíma og fleira.17 Herleiddu Islendingarnir vora seldir
á þrælamarkaði á sínum tíma og rúmlega þrjátíu þeirra keyptir
aftur með lausnargjaldi. Kanna þarf hve almennt eða sjaldgæft þetta
háttalag var í samtímanum.
15 Bennassar, Bartolomé & Lucile, Les Chrétiens d'Allah. L'histoire extraordinaire
des renégats. XVf et XVllc siécles. París 1989. Gallinn viö þessa bók er að ekki er
vísað beint í heimildir. Væntanleg er ný úttekt um sama efni frá belgíska fræði-
manninum Werner Thomas.
16 Grotius, Hugo, De Jure Belli ac Pacis. Libri tres. París 1625. Hér er stuðst við
þýska þýðingu og útgáfu Walters Schátzels, Vom Rechte des Krieges und des
Friedens. Die Klassiker des Völkerrechts, 1. bindi. Túbingen 1950. - Enski fræði-
maðurinn R. G. Marsden lagði sig eftir þróun þjóðaréttarins á hafinu í upphafi
nýaldar og gaf m.a. út opinber ensk skjöl sem vörðuðu þetta efni: Marsden,
R.G., Documents relating to Law and Custom of the Sea. Vol. I: A.D. 1205-1648.
Navy Records Society 1915.
17 Um þrælahaldið eru til miklar rannsóknir, einkum þrælasöluna yfir Atlants-
hafið og þrælahald í Bandaríkjunum. Um þrælahald í arabaheiminum má
nefna Gordon, Murray, L'esclavage dans le monde arabe. VIF-XX1’ siécle. París,
1987. Þetta er frönsk þýðing á Slavery in the Muslim World.