Saga - 1995, Blaðsíða 275
RITFREGNIR
273
óknytta piltsins var hann sendur upp í Borgarfjörð sumarið 1907. Hann
vistaðist á Hvanneyri og lauk þaðan búfræðiprófi 15 ára gamall. Arangur
hans var með þeim ágætum að hann hlaut styrk til frekara náms í Dan-
mörku.
Haustið 1912 kom Óskar heim eftir þriggja ára dvöl í Danmörku þar
sem hann hafði lært til garðyrkjumanns. Næstu þrjú ár stundaði Óskar garð-
yrkju, jarðabætur, hrossaprang o.fl. Margrómuð hugkvæmni hans sýndi
sig þegar á þessum árum þegar hann ræktaði tómata fyrstur manna á
Fróni.
En 1916 var teningunum kastað. A því ári hóf Óskar lifrarbræðslu og
uppfrá því var þátttaka hans í atvinnulífinu bundin sjávarútvegi í einni
eða annarri mynd.
Um þetta leyti hafði Óskar fest ráð sitt en hann kvæntist Guðrúnu Ólafs-
dóttur, ættaðri úr Borgarfirði, 23. nóvember 1915. Ungu hjónin bjuggu
framan af við þröngan kost í Reykjavík og um nokkurt skeið í Keflavík.
Arið 1934 fluttist fjölskyldan loks í viðunandi húsnæði í Ingólfsstræti 21 í
Reykjavík. Á þessum árum höfðu þeim hjónum feeðst átta böm en eina dótt-
ur misstu þau unga. Auk þess eignaðist Óskar tvö börn utan hjónabands.
„Konan átti ekki að senda mig einan í síldina." Þannig afgreiddi Óskar
það mál.
Eins og síðar verður vikið að gekk á ýmsu í atvinnurekstri Óskars og áföll
voru tíð en hann lét sér jafnan slíkt í léttu rúmi liggja. Hitt var honum
þungbærara er hamingjusól hans í einkalífi hneig til viðar. Guðrún, eigin-
kona hans, lést af slysförum 22. ágúst 1939 á Siglufirði, aðeins 45 ára að
aldri. Enn frekara skarð var höggvið í fjölskylduna þegar Theodór, sonur
Óskars, fórst með „Jarlinum" 1941. Gömul vinkona Guðrúnar, Guðríður
Jakobsdóttir, gekk bömunum í móðurstað og stóð fyrir heimili Óskars með
mikilli reisn þar til húsbóndinn var allur. Næstu ár í einkalífi Óskars voru
án efa heldur dapurleg eftir þennan ástvinamissi en efnahagsleg velsæld
hans stóð traustari fótum en hann hafði áður þekkt.
Örlögin láta ekki að sér hæða. Síðla árs 1945 var Óskar staddur í Álaborg
og þar varð á vegi hans kona sem kveikti heldur betur í honum. Þetta var
norski listmálarinn Ebbe Sophie Kruuse, fráskilin og 47 ára. Varla er hægt
að hugsa sér ólíkari einstaklinga en þá sem hölluðu sér þama hvor að
óðrum, hann stór og mikill síldarkarl, hertur af margri raun, en hún lítil,
nett og fíngerð, öguð og tamin í heimi listarinnar. Þau giftust 17. júní 1946
°g settust að í Kaupmannahöfn.
En þetta varð skammvinn sæla. Maðurinn með ljáinn var enn á ferli í
námunda við Óskar, Ebbe Sophie lést af heilablæðingu 1. mars 1947. Ósk-
ar tók fráfall hennar mjög nærri sér en eins og löngum fyrr sefaði hann
Sorg sína með því að sökkva sér í vinnu og mikil framkvæmdaár fóm í
hönd.
18-saga