Saga - 1995, Blaðsíða 38
36
VALUR INGIMUNDARSON
„Teljum rétt að reyna til hins ýtrasta".104 Hermann lagði greinilega
allt traust sitt á Vilhjálm Þór þessa örlagaríku októberdaga í Wash-
ington.
Hinn 25. október var Vilhjálmur Þór síðan boðaður á fund með
Hoover. Þetta var sögulegur fundur, sem átti eftir að hafa mikil
áhrif á samskipti ríkjanna næstu tvö ár. Þar lét Hoover Vilhjálmi í
té minnisblað í fimm liðum, sem ætlað var að greiða fyrir samnings-
gerðinni um vamarmálin.105 Bandaríkjastjóm bauðst til að veita ís-
lenskum stjómvöldum lán að því tilskildu, að herinn yrði áfram á ís-
landi. Þetta minnisblað er stórmerkileg heimild, ekki einungis vegna
þess, að það sýnir beint samhengi milli her- og lánamálanna, heldur
einnig vegna þess, að það lá öllum lánveitingum Bandaríkjastjómar
til gmndvallar á valdatíma vinstri stjórnarinnar. Og það sem meira
er: Þetta minnisblað hefur legið í þagnargildi síðan. Þeir íslensku
stjómmálamenn, sem fengu minnisblaðið í hendur, eins og Her-
mann Jónasson, Eysteinn Jónsson, Emil Jónsson og Guðmundur f.
Guðmundsson minntust aldrei á það opinberlega svo vitað sé. Það
hefst á þessum orðum:
Bandarísk stjómvöld em reiðubúin til að aðstoða íslensk stjóm-
völd í efnahagsmálum, með því að semja samtímis um lán-
veitingu að upphæð 3 milljónir dollara og þau mál, sem
varða vamarsamninginn.... í þessu tilboði felst tvennt: Ann-
ars vegar er það viðurkenning á því, að íslendingar styðja
málstað Vesturlanda. Hins vegar endurspeglar það þá sann-
færingu [okkar], sem fékkst eftir viðræður fyrir skömmu, að
íslensk stjórnvöld vilji jafna þann ágreining, sem er á milli
ríkjanna tveggja, og komast að samkomulagi, sem báðir aðil-
ar geta sætt sig við.... Unnt er að ná samkomulagi um þessa
þriggja milljóna dollara aðstoð áður en viðræðunum um vam-
arsamninginn lýkur.106
104 Þ.í. Skjalasafn forsætisráðuneytis, efnahagsmál 1955-1965, B-62: Hermann
Jónasson til Vilhjálms Þórs, 17. október 1956.
105 NA, RG 59, Box 3182, 740B.5-MSP/5-2357: Minnisblað „Presentation to Con-
gressional Committees. Iceland Defense Effort", 23. maí 1957.
106 Minnisblaðið hefst á þessum orðum: „To assist Iceland with its stated financi-
al needs, the United States is prepared to negotiate, concurrently with the
Defense Agreement question, a loan in the amount of $ 3 million which it is
hoped will meet Iceland's problem. This offer is made in recognition of the
basic support of the Westem cause by the people of Iceland and of the con-