Saga - 1995, Blaðsíða 125
HVERJIR VORU TYRKJARÁNSMENN?
123
Tyrkjaránið. Hann er að mestu endursögn eftir misgóðum 19. aldar
útgáfum á ritum Ólafs Egilssonar og Björns frá Skarðsá sem Ann-
andale þýddi með hjálp Sigfúsar Jónssonar sýslumanns í Vestmanna-
eyjum. Frásögnin er harla gagnrýnislaus og nokkuð er um missagn-
ir en nokkrar skemmtilegar athugasemdir frá dvöl höfundarins í
Eyjum krydda lýsinguna.32 Utdrátt og endursögn um Tyrkjaránið
hafði Annandale birt áður í blaðinu Scotsman.33 Endursögn Annan-
dales var endursögð, nánast án viðbóta, á fundi hjá Konunglegu
akademíunni í Belgíu og prentuð í sérriti 1926.34 Þar með var frá-
sögn af Tyrkjaráninu komin inn á franskt málsvæði og til hennar
vísar alsírskur sagnfræðingur sem skrifaði doktorsritgerð við fransk-
an háskóla um flotann í Algeirsborg á Tyrkjatímabilinu.35
I tímariti um Miðjarðarhaf og múslíma birtist árið 1973 stutt grein
eftir prófessor í sögu Austurlanda nær og Miðausturlanda við
Lundúnaháskóla þar sem höfundur segist einkum styðjast við áður-
nefnda grein Sigfúsar Blöndals.36 Nokkurrar ónákvæmni gætir þar,
t.d. gerir höfundur ráð fyrir að allir ránsmenn hafi komið frá Al-
geirsborg.
Er nú komið að því að fara í saumana á einum þætti Tyrkjaráns-
ins, spumingunni um það hverjir ránsmennimir vom, þ.e. að upp-
mnalegu þjóðerni. Um þetta em til íslenskar og erlendar heimildir,
bæði almennar og sértækar.
Hverjir voru sjóræningjar í Algeirsborg?
Ibúar Algeirsborgar árið 1627 vom eins sundurleitir og íbúar Vest-
mannaeyja vom einsleitir. Meginflokka fólks má greina þannig:
32 Annandale, Nelson, The Faroes and Iceland. Studies in Island Life. Oxford 1905,
67-92 (The Algerians in Iceland).
33 Annandale, Nelson, „The Algerian Raid on Iceland I." The Scotsman 21. ágúst
1901, 9, og „The Algerian Raid on Iceland II." The Scotsman 22. ágúst 1901, 6.
Eg þakka Sigríði B. Tómasdóttur í Edinborg fyrir að finna þessar greinar.
34 Leclercq, J., „Les Corsaires algériens en Islande en 1627." Académie Royale de
Belgique. Bulletins de la classe des lettres et des sciences morales et politiques. 5e
série - bindi XII. Brussel 1926, 252-64.
35 Belhamissi, M. Moulay, „Marine et Marins d'AIger á TEpoque Ottomane (1518-
1830)." Université de Bordeaux III1986,455.
36 Lewis, Bemard, „Corsairs in Iceland." Revue de l'Occident Musulman et de la
Méditerranée. 1973, 139-44. Eldri gerð þessarar greinar birti Lewis í tyrknesku
tímariti 1951.