Saga - 1995, Blaðsíða 270
268
RITFREGNIR
Ég er viss um að margir lesendur staldra við þá staðreynd að nær engin
innanlandsátök hafa verið í Costa Rica og almenningur hefur verið skást
settur þar. Jón Ormur hefði mátt fjalla betur um hvemig standi á því en
hann segir eina skýringu þá að landið hafi ekki her (211-12). Það svar þýðir
þó að maður spyr strax á móti hvemig á því standi.
Jón Ormur byrjaði yfirreið sína um átakasvæði í heiminum í Evrópu og
snýr þangað aftur þegar hann fjallar um skiptingu Kýpur í stuttu máli. Er
það greinargott yfirlit og sama má segja um kaflana um Sri Lanka og
Austur-Tímor. Ég viðurkenni að mig skortir þekkingu til að gagnrýna þau
skrif af einhverju viti.
í ritfregn um bók Jóns Orms, Löndin í suðri, sagði Sigurður Hjartarson:
„Allmargar óþægilegar endurtekningar em í bókinni sem bera vott um
nokkra hraðsuðu og skort á vandvirkni."11 Sama gildir um þessa bók, eink-
um í Persaflóa- og Palestínuköflunum og líka sums staðar annars staðar.
Þannig byrjar Jón Ormur kaflann um Líbanon á því að segja að borgara-
stríð hafi blossað upp árið 1975: „Síðan hafa allt að tvö hundmð þúsund
menn verið drepnir í landinu... ." Nokkmm setningum síðar segir um
átökin: „Allt að tvö hundmð þúsund manna biðu bana, enn fleiri bera sar
og hundmð þúsunda flúðu land." (102) í Persaflóakaflanum er tvisvar
greint frá erlendum fjárfestingum Kúveits undir stjóm skrifstofu í London,
fyrst á blaðsíðu 177 og aftur fjómm síðum aftar. Þetta em óþarfa endur-
tekningar og fleiri mætti tína til.
Nokkrar stafsetningarvillur em í bókinni, sú versta á blaðsíðu 82 þar
sem Babrak Karmal, „hinn nýji [svo] forseti" Afganistans, er kynntur til
sögunnar. Ekki ætla ég að fullyrða hvemig eigi að skrifa nöfn ýmissa er-
lendra ríkja á íslensku og hef reyndar sjálfur minnst á Kúvæt í texta.12 Ég
held þó að það fari betur að tala um Kúveit en ekki Kuwait, Tæland frekar
en Thailand og Jemen en ekki Yemen, eins og Jón Ormur gerir. Hann hefði
átt að samræma hvemig nöfn ríkja em stafsett; sum íslenskar hann en
önnur ekki. Þá er þess að geta að Króatar nota bókstafinn ð eins og íslend-
ingar og forseti þeirra heitir Franjo Tuðman á þeirra tungumáli en í ensku
og öðmm málum, sem nota latneska stafrófið, er hann einatt kallaður Tudj-
man. Jón Ormur breytir nafni hans einnig svona þótt það sé í raun óþarfi i
íslensku. Þetta er auðvitað aukaatriði.
Stundum notar Jón Ormur nafnorð of mikið og gætir þar væntanlega
áhrifa úr ensku. Til dæmis tel ég betra að segja að fjölmiðlar fjalli um gag11'
rýni en að „gagnrýni ... [sé] umfjöllunarefni heimsblaða og fjölmiðla víða
11 Sigurður Hjartarson: „Jón Ormur Halldórsson: Löndin í suðri...." Saga, 31- arg-
1993,267.
12 Guðni Thorlacius Jóhannesson: ,,„Ég held að engin Iausn sé til."" Þjóðlíf, 2- tb
7. árg. 1991,22-23.