Saga - 1995, Blaðsíða 49
VINSTRI STJÓRNIN OG VARNARMÁLIN 1956
47
herstöðina. Við teljum, að okkur beri líka að standa við þau
fyrirheit, sem við gáfum, ef samkomulag næðist um herstöð-
ina.143
^að varð úr, að bandarísk og íslensk stjómvöld gerðu lánið opinbert
28. desember. Af hálfu vinstri stjómarinnar skýrði Eysteinn Jónsson
ra lánveitingunni í stuttu útvarpsávarpi, þar sem hann þakkaði
andaríkjastjóm og lýsti yfir því, að hún hefði eins og svo oft áður
agt sitt af mörkum til efnahagsþróunar á íslandi. Eysteinn minnt-
lst ekki einu orði á vamarmálin í ræðu sinni.144
Niðurstöður
ausn hermálsins árið 1956 endurspeglar þær mótsagnir, sem oft
tíðum settu svip sinn á kalda stríðið. Bandaríkjamenn festu í sessi
‘Vrstu stjórn NATO-ríkis, sem sósíalistar hliðhollir Sovétríkjunum
attu aðild að.145 Þannig hunsuðu þeir vilja Sjálfstæðisflokksins, eina
okksins, sem studdi afdráttarlaust dvöl hersins, til að tryggja hem-
arhagsmuni sína á íslandi. Opinberlega féllu framsóknarmenn
°8 Alþýðuflokksmenn frá stefnu sinni um brottför hersins vegna
Peirrar hættu, sem stafaði af hemaðarmætti Sovétmanna. Hins veg-
^ víluðu þeir ekki fyrir sér að færa sér í nyt lánaumleitanir Einars
8eirssonar í Sovétríkjunum til að styrkja stöðu sína í samningavið-
r*ðum við Bandaríkjamenn. Loks Ieiddu tilraunir Sósíalistaflokks-
*ns ^ a& afla lána í Sovétríkjunum, sem m.a. vom gerðar til að styrkja
^ °ou Alþýðubandalagsins í vinstri stjóminni,146 til annars en þeir
vonast. I stað þess að auka viðskipti íslands við austantjalds-
n^'n a kostnað Vesturlanda greiddu þær fyrir lánum í Bandaríkj-
UriUm °8 öðmm NATO-ríkjum.
143 NA' rG 59, Box 4418, 840B.10/12-2056: Beam til Murphys, 20. desember
1956.
145 ^ Tutumn 30. desember 1956.
*-)w>ght D. Eisenhower Library, White House Office, Office of the Special
Assistant for National Security Affairs, Policy Papers, Box 12, Folder: NSC
26 Policy toward Iceland 10/24/56 (9), Áfangaskýrsla „National Security
146 s°UnCÍ1' Rro8ress Report on Iceland (NSC 5426)", 24. október 1956.
1 tung Archiv der Parteien und Massenorganizationen der DDR im
Öundesarchiv, ZK der SED, IV 2/20/286: Minnisblað, viðræður við Einar Ol-
geirsson, 28. febrúar 1957.