Saga - 1995, Blaðsíða 164
162
JÓN Þ. ÞÓR
njósnamálin þar sem íslenskum stjómvöldum var borið á brýn að
hafa mismunað breskum og íslenskum ríkisborgurum í málinu. Is-
lenska ríkisstjómin vildi vitaskuld ekki liggja undir slíkum áburði
og fól Jónatan Hallvarðssyni að taka saman greinargerð um málið.
Hún var dagsett 15. apríl 1937 og færði höfundur þar fram ýmis rök
er hröktu staðhæfingar blaðsins. Greinargerðin var síðan send danska
utanríkisráðuneytinu og því falið að koma henni á framfæri við rétta
aðila.50
Lokaorð
I inngangsorðum var þess getið, að í ritgerð þessari yrði sérstaklega
hugað að fimm tilteknum rannsóknarspumingum. Það verður gert
hér á eftir, um leið og dregnar verða saman niðurstöður úr megin-
efni ritgerðarinnar.
Þar er þá fyrst til að taka, að flest bendir til þess að skipulagðar
njósnir um ferðir varðskipanna hafi hafist þegar á öndverðum 3. ára-
tugnum, eða nánast jafnskjótt og tekið var að búa togarana loft-
skeytatækjum. Umræðumar á alþingi árið 1924, sem áður var vitnað
til, sýna að þá þegar vom skeytasendingar um ferðir varðskipanna
vel þekkt fyrirbæri meðal íslendinga og af orðum þeirra, sem til máls
tóku, má ráða, að njósnimar höfðu þá þegar viðgengist um nokkurt
skeið.
Erfitt er að fullyrða, hve umfangsmiklar njósnirnar vom á hverj-
um tíma. Þær virðast hafa verið orðnar útbreiddar meðal íslenskra
togaraskipstjóra þegar árið 1924, og flest bendir til þess að eftir það
hafi þær færst vemlega í aukana. Má í því viðfangi minna á orð
Magnúsar Runólfssonar, skipstjóra, þar sem hann lætur að því liggja,
að um miðjan 4. áratuginn hafi nánast allir íslensku togaramir átt
aðild að „kvótafélögum".51 Islensku skipstjórarnir vom, eins og þeg-
ar hefur komið fram, flestir meðlimir í „kvótafélögunum", en enskir
starfsbræður þeirra (og íslenskir fiskiskipstjórar á enskum togur-
um) virðast að mestu leyti hafa notast við skeytasendingar úr landi.
Skipstjórar af öðm þjóðemi en þessu virðast ekki hafa tekið þátt í
njósnunum. Þannig er athyglisvert, að allir bresku togararnir, sem
50 Str. f. I. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, Db. 13, nr. 450. Rétt er að taka fram að
höfundur þessara lína hefur ekki séð greinina í The Fish Traders Gazette og
byggist frásögnin af henni því á ofannefndri skýrslu Jónatans Hallvarðssonar.
51 Guðjón Friðriksson (1983), 106-9.