Saga - 1995, Blaðsíða 261
RITFREGNIR
259
setur Færeyja. Færeyingar skrifa hér, eins og þeir töluðu á ráðstefnunni, á
færeysku, íslendingar á íslensku, en með hverri grein fylgir útdráttur á
ensku (mjög misjafnlega rækilegur).
Þegar undan er skilinn stakur fyrirlestur um fiskifræði (eftir Færeying
sem setur fram hugmyndir um áhrif hafstrauma á gönguleiðir kolmunna,
hrygningarsvæði lúðu og smokkfiskgengd) var ráðstefnan skipulögð í tvennd-
Urn, Færeyingur og íslendingur töluðu um tengd efni. Tvö fyrirlestra-
Pörin, sem fremst standa í bókinni, fjölluðu um tungumálin, næstu þrjú
um bókmenntir, og fjögur má flokka sem sögu.
Næstfyrsta greinin er eftir Stefán Karlsson: „Samanburður á færeysku
°g íslensku máli", fróðlegt yfirlit þar sem valinn er hóflegur fjöldi atriða til
athugunar, aðallega úr málsögu. Einhverjir munu hnjóta um þá hógværu
hilkun Stefáns (bls. 21) „að fram yfir miðja 14. öld séu íslenska og fær-
eyska enn í hópi norskra mállýskna, lítt frábrugðin afbrigði norrænu ...".
Þetta hygg ég sé þó rökrétt skoðun og ættu íslendingar að taka því frið-
samlega þótt annarra þjóða menn reyni að nota samheiti um norskt og
•slenskt fornmál (t.d. ,Norse' á ensku sem hér bregður fyrir í ágripum
Sreina). E.t.v. má segja að Stefán fari nokkuð út fyrir efni sitt með því að
rökstyðja í lokin allrækilega þá sérskoðun sína á íslenskum nútímafram-
Þurði að við fellum ekki brott nógu mikið af samhljóðum þar sem þau koma
fyrir í klösum. En rök Stefáns fyrir þessu eru athyglisverð og málstaðurinn
ekki slæmur.
Sú málbreyting færeysk, sem hvað helst ruglar íslenska lesendur í rím-
lriu, er svonefnd skerping, þ.e. ,-gv-' eða ,-ggj-' í stað seinni liðar tvíhljóðs.
hana er ekki fjallað hjá Stefáni, heldur í sérstakri ritgerð eftir Hjalmar
P- Petersen sem virðist mjög athyglisverð fyrir málvísindamenn en síður við
h*fi sagnfræðinga og næsta hörð undir tönn sem upphafsgrein bókarinn-
ar.
Seinni tungumálaritgerðimar eru um mannanöfn. Guðrún Kvaran gefur
stutt og glöggt yfirlit um þróun nafnaforðans og nafngjafartísku (eyðir
e t.v. meira púðri á heimildir nafnasögunnar en svona stutt yfirlit krefst).
lóhan Hendrik (V. Poulsen er meira niðri fyrir og skrifar baráttusögu inn-
jendrar og danskrar nafnahefðar í Færeyjum. Grein hans er fjörleg og fróð-
leg, mun koma íslenskum lesendum um margt á óvart, en þeir hefðu e.t.v.
n°t fyrir meiri upplýsingar um grundvallaratriði.
^ öókmenntahlutanum fara fyrst ritgerðir um þýðingar íslenskra verka á
£ereysku og færeyskra á íslensku og viðtökur við þeim. Martin Næs skrifar
a hálfu Færeyja, gefur yfirlit yfir hvað þýtt hefur verið úr íslensku og
veitir í leiðinni vissa innsýn í aðstæður málsamfélags sem jafnvel á okkar
jnælikvarða er fámennt. Hjörtur Pálsson ritar íslensku greinina, bersýni-
j. núkið lengda frá fyrirlestri sínum. Hann gefur ekki aðeins rækilegt yfir-
yfir hvað þýtt hefur verið úr færeysku, heldur dregur hann fram tals-