Saga - 1995, Blaðsíða 140
138
JÓN Þ. ÞÓR
um á Haagráðstefnunni árið 18827 Innan landhelgi voru útlending-
um bannaðar allar botnfiskveiðar, að öðru leyti en því að Danir og
Færeyingar nutu samkvæmt Sambandslagasáttmálanum frá 1918
sömu réttinda og íslendingar, en urðu að lúta íslenskri lögsögu. Þá
voru allar botnvörpuveiðar bannaðar innan landhelgi, jafnt Islend-
ingum sem útlendingum. Að öðru leyti var aðgangur að fiskimiðun-
um innan landhelgislínunnar óheftur og ef undan eru skildar til-
raunir til að takmarka dragnótaveiðar á vissum árstímum, gerðu
stjómvöld engar tilraunir til að hafa stjóm á veiðunum. Hafsvæðið
innan þriggja mílna markanna var þannig einskonar þjóðaralmenn-
ingur, sem íslenskir sjómenn gátu sótt í að vild, svo fremi sem þeir
veiddu með öðmm veiðarfæmm en botnvörpu.
Utan landhelgi var aðgangur að miðunum opinn sjómönnum af
hvaða þjóðerni sem var. Þar var sóknin algjörlega stjóm- og eftirlits-
laus og máttu allir veiða allt sem þeir gátu og nota til þess öll veið-
arfæri. Á millistríðsámnum jókst sókn á Islandsmið mikið. Eins og
áður var frá sagt stækkaði íslenski fiskiskipaflotinn vemlega á þessu
skeiði og sóknargetan jókst með tilkomu stærri og fullkomnari skipa.
Svipuðu máli gegndi um þær erlendu þjóðir, sem hér stunduðu veið-
ar. Þær sendu sífellt stærri og öflugri flota á Islandsmið og þegar
litið er á alþjóðlegar fiskveiðiskýrslur þessara ára, kemur í ljós, að á
millistríðsárunum vom skip frá öllum strandríkjum í norðvestan-
verðri Evrópu, að írlandi einu undanskildu, við veiðar á Islandsmið-
um.7 8 9 10
Bretar fóm jafnan í fararbroddi þeirra útlendinga, sem hér stund-
uðu veiðar á þessum ámm. Má hafa það til marks um aukna sókn
Breta á Islandsmið, að árið 1924 vom veiðistundir breskra togara við
ísland alls 210.193. Árið 1929 vom þær 344.136, 361.812 árið 1934 og
399.548 árið 19377 Þessar tölur segja þó aðeins hálfa söguna. Á
sama tíma stækkuðu bresku togaramir, sem hingað sóttu, að mun,
búnaður þeirra var bættur og jókst því veiðigeta flotans vemlega.
Sést það best af því að árið 1924 vom tonntogtímar breskra togara
við ísland 47.293.000, 81.560.000 árið 1929 og 113.471.000 árið 19377°
7 Um landhelgissamninginn frá 1901 og aðdraganda hans, sjá: Jón Þ. Þór: British
Trawiers in lcelandic Waters. History of British Steam Trawling off Iceland 1889-
1916 and the Anglo-Icelandic fisheries dispute 1896-1897. (Rv. 1992).
8 Bulletin Statistique des Péches Maritimes 1919-1939. Charlottenlund 1919-1939.
9 Sea Fisheries Statistical Tables 1924-1937 (London, HMSO) 1924-37.
10 Sama rit. Fjöldi tonntogtíma faest með því að margfalda saman meðalstærð flot-
ans í tonnum og fjölda veiðistunda.