Saga - 1996, Page 8
6
FORMÁLI
eftirfarandi atriði úr formála Einars Amórssonar að fyrsta hefti Sögu
árið 1950, en þar segir:
Verður... veitt viðtaka greinum, sem telja má flytja sjálf-
stæðar rannsóknir um [sagnfræðileg] efni, enda verði [þær]
ekki taldar tímaritinu ofviða að vöxtum, séu á sæmilegu máli,
áreitnis- og illindalausar, þótt þær gangi að efni til gegn því,
sem aðrir kunna að hafa skráð um sama efni. Svo munu og
birtir verða ritdómar um sögurit, enda séu þeir hófsamlega,
sanngjamlega og rökvíslega skráðir.
Þessa stefnumörkun telur núverandi ritstjórn enn í fullu gildi.
Að þessu sinni flytur Saga sjö ritgerðir. Sveinbjöm Rafnsson fjall-
ar um Hrafnkels sögu, sem löngum hefur verið fræðimönnum í ís-
lenskum fræðum áleitið viðfangsefni. Hann rekur rannsóknarsögu
verksins, en kynnir einnig niðurstöður eigin athugana á sögunni
sem heimild til íslenskrar sögu. Munu niðurstöður hans þykja sæta
nokkmm tíðindum.
Gunnar Ágúst Gunnarsson á hér ritgerðina „ísland og Marshall-
áætlunin 1948-1953". Þar er fjallað um efni, sem hátt bar á vettvangi
stjómmálanna á fyrsta áratugnum í sögu lýðveldisins. Líkt og grein
Vals Ingimundarsonar í síðasta bindi Sögu er grein Gunnars til marks
um, að umdeild hitamál af vettvangi stjórnmálanna á fyrstu ára-
tugum lýðveldisins koma nú hvert af öðru til hlutlægrar umfjöll-
unar fræðimanna.
I ritgerðinni „Bessastaðabók og varðveisla Viðeyjarklaustursskjala"
gerir Ragnheiður Mósesdóttir grein fyrir Bessastaðabók, pappírs-
handriti frá 16. öld, sem hefur að geyma flest varðveitt skjöl Við-
eyjarklausturs.
Jón Ólafur ísberg freistar þess í ritgerðinni „Sóttir og samfélag"
að skoða íslenska sóttafarssögu í erlendu samhengi. Hann kemst
m.a. að þeirri niðurstöðu, að Svarti dauði 1402-1404 hafi haft var-
anleg áhrif á fólksfjöldaþróun hér á landi um aldir. Ritgerð Jóns
Ólafs er gott dæmi um frjóa umræðu og ör skoðanaskipti íslenskra
sagnfræðinga um þessar mundir, en skemmst er að minnast ítar-
legrar ritgerðar þeirra Gunnars Karlssonar og Helga Skúla Kjart-
anssonar um Pláguna miklu í Sögu 1994.
Á síðustu árum hafa margir erlendir fræðimenn orðið til að fjalla
um þjóðemisstefnuna, upptök hennar, eðli, inntak og áhrif. Vafalaust
tengist áhugi fræðimanna á þessu viðfangsefni þeim mörgu og
harðvítugu þjóðemisdeilum, sem mjög hafa sett svip sinn á hið al-
þjóðlega samfélag nú hin síðari ár — í bland við margháttaða al-