Saga - 1996, Síða 18
16
ÞÓR WHITEHEAD
inu", sem hugleiddi að láta ölduna geyma „það skáld, sem brenndi
kvæði sín, þann rithöfund sem enga skrifaði bókina, þann togara-
mann sem alltaf yrði hausari." En „hausarinn" fór í Stýrimanna-
skólann og mun hafa sýnt frábæra námshæfileika, þótt ýmislegt
hafi glapið frá skólabókunum. Stýrimannsferill Asgeirs tók þó skjót-
an enda 1947, því að örlögin höguðu því svo, að hann, vestfirskur
togaramaðurinn úr Reykjavík, gerðist bóksali norður á Akureyri
eftir 14 ár á sjónum. Mér þóttu þessi umskipti í ævi Asgeirs alltaf
dálítið furðuleg og spurði eitt sinn starfsbróður, sem stundaði nám
í Menntaskólanum á Akureyri, hvernig Ásgeiri hefði farist bók-
salan úr hendi. Hann svaraði eitthvað á þessa leið: Bókabúð Rikku
var ekki bara búð, hún var menningarmiðstöð. Þar var hægt að
ganga að heimsbókmenntunum vísum og bóksalinn sat oftast nið-
ursokkinn í nýjustu bækurnar að utan, þegar maður kom inn.
Þegar frá leið, þyngdist búðarreksturinn og 1964 flutti Ásgeir bú-
ferlum með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur. Fjármálakröggur hans
urðu til þess að hann gaf sig nú loks að skriftum, kominn á fimm-
tugsaldur. Hann fékk næturvarðarstarf í fyrirtækjum og notaði
tímann til að skrifa og þýða bækur. Þá gerðist hann umsjónar-
maður Sjómannasíðu Morgunblaðsins og átti eftir að skrifa margt í
blaðið og Lesbók þess um árabil. Skrif Asgeirs um sjávarútvegsmál
vöktu jafnan athygli og stundum harðar deilur, en enginn gat neit-
að því að þau voru oftast borin fram af mikilli þekkingu og reynslu.
Vígreifur og vígfær eru þau orð, sem mér finnast best hæfa dálka-
höfundinum Ásgeiri Jakobssyni, enda var meðalhófið sjaldnast mark-
mið hans.
Fyrsta bók Ásgeirs var Sigling fyrir Núpa (1965), að hálfu frásagn-
ir um ísfirska útilegubáta (skráður meðhöfundur: Torfi H. Halldórs-
son skipstjóri) og að hálfu skáldsaga, „Ættjarðarljóð að vestan". í
formála sagði Ásgeir öllum tepruskap í málfari og framsetningu
stríð á hendur: „Það fólk, sem sagt er frá, verður að fá að tala eins
og því er eðlilegt." Söguna af útilegubátunum kvaðst hann vilja
segja vegna þess að útgerð smábáta á fjarlæg mið væri einstök og
harðræðið sem henni fylgdi hefði hann kennt „á sjálfum sér í æsku".
Þessari fyrstu bók Ásgeirs var vel tekið. í stílnum bjó frumkraft-
ur, frásögnin var hröð og hispurslaus, setningar stuttar og málfarið
kjarngott. Það var enginn byrjendabragur á þessari bók. I henni
mátti kenna kalda sjávardrífu, reynslu æskuáranna, kraftmikið tungu-
tak vestfirskra sjómanna, brenndu kvæðin trollaraskáldsins og lest-
ur bóksalans.