Saga - 1996, Blaðsíða 19
ÁSGEIR JAKOBSSON
17
Næsta ár, 1966, kom út önnur bók Ásgeirs, Kastað í flóann, fróð-
legt heimildarrit um upphaf togveiða við ísland. Á eftir fylgdi Hart
í stjór, sjóferðasaga Júlíusar Júlínussonar skipstjóra, sem varð fyrir
því óláni að lenda í strandi með nýtt og dýrt skip, Goðafoss, 1916.
Á næstu árum gerðist Ásgeir fræðari sjómanna og ritaði tvær
kennslubækur, Fiskimanninn, handbók í sjómennsku, og Byrjenda-
bók í siglingafræði ásamt Jónasi Sigurðssyni. Tregustu landkrabbar
gátu lært margt um sjávarútveg af þessum líflegu kverum hans.
En meira var í vændum. Árið 1978 kom út höfuðrit Ásgeirs fram
að þeim tíma: Einars saga Guðfinnssonar. Hér var Ásgeir aftur kom-
inn heim á æskustöðvamar, Bolungarvík, og lýsti ævi Einars, fram-
kvæmdum hans og samferðarmönnum. Aðeins einu ári síðar sendi
Ásgeir frá sér Tryggva sögu Ófeigssonar og byggði hana einkum á
munnlegri frásögn hins mikla athafnamanns. Þessar tvær ævisög-
ur, eins og þær sem á eftir fylgdu, báru með sér sama ritþróttinn
og fyrstu bækur Ásgeirs. Þær voru ekki aðeins ævisögur í þröngri
merkingu heldur atvinnulífs- og aldarfarssögur. Það er enginn
leikur að flétta saman sögu einstaklings og sögu heillar atvinnu-
greinar eða byggðarlags, og ýmsum orðið hált á því. Þegar best
lætur, eins og í þessum tveimur ævisögum, getur árangurinn hins
vegar orðið frábær. Einstaklingurinn fær að njóta sín og saga hans
tengist í senn og skýrir heildarþróun á ljóslifandi hátt.
Styrkur þessara verka fólst ekki síst í afstöðu höfundarins til
söguhetjanna. Hann mat þær mikils án þess þó að falla í þá gryfju
3ð gerast mærðarlegur og barnalegur í aðdáun sinni, eins og
stundum vill við brenna í íslenskum ævisögum. Ásgeir naut hér
einnig sem fyrr uppruna síns og lífsreynslu. Hann var sprottinn úr
sama umhverfi og söguhetjurnar, sem höfðu brotist úr fátækt og
basli æskuáranna með takmarkalausum dugnaði og útsjónarsemi.
Hann virti framtak þeirra, þekkti þann feiknarkraft, sem bjó í ein-
staklingum á borð við þá Einar og Tryggva, og skildi hve mikil-
vægt það var fyrir samfélagið að gefa slíkum mönnum svigrúm til
athafna. Ásgeir taldi fráleitt að stýra þjóðfélögum eftir föstum hug-
myndakerfum, en hann var eindreginn stuðningsmaður athafna-
frelsis og einstaklingsframtaks, eftir að hann sagði skilið við draum-
órakennda vinstristefnu æskuáranna.
Á síðustu níu árum lét nærri að Ásgeir skrifaði eina bók á ári,
þar af fjórar ævisögur útgerðarmanna: Lífið er lotteri. Sögu af Aðal-
steini Jónssyni og Alla ríka (1984), Hafnarfjarðarjarlinn. Einars sögu
Torgilssonar (1987), Bíldudalskónginn. Athafnasögu Péturs J. Thorsteins-
2-SAGA