Saga - 1996, Page 36
34
SVEINBJORN RAFNSSON
flestar samdar á 12., 13. og 14. öld. Þessar sögur eru náskyldar evr-
ópskum riddara- og hetjusögum eins og þær tíðkuðust á þessum
tíma. En sögumar em ekki aðeins frásagnarheimildir heldur einnig
leifar ákveðinna sögulegra aðstæðna. Þannig vitna þær um höf-
unda sína og þá höfðingja sem þeir áttu að, og úr þeim má því lesa
hugmyndir um samfélagsmál í samtíma þeirra. Enn fremur vitna
sögumar óbeint um þá sem hlustað hafa á þær og meðtekið þær,
hafa velt þeim fyrir sér og ef til vill dáðst að þeim.
Þó að Islendinga sögur séu skyldar evrópskum riddarasögum
eru þær miðaðar við íslenskan höfðingsskap og íslenska áheyrend-
ur. I þeim er mikið af ömefnum, og látið er sem þær séu hluti af ís-
lenskri sögu því að oft er þar að einhverju leyti íslenskt sögulegt
tímatal. Allt er þetta samfélagslega og sögulega bundið við 12., 13.
og 14. öld þegar sögumar vom ritaðar. Á síðmiðöldum réna for-
sendurnar fyrir íslendingasagnaritun, en það á sér rætur í breyttri
skipan samfélagsmála, einkum hvað varðar hina veraldlegu yfir-
stétt. En um íslenska höfðingja og samfélag þeirra á 12. til 14. öld
era íslendinga sögur nær óþrjótandi sögulegar heimildir.
Úr rannsóknarsögu
Flestar íslendinga sögur eiga að gerast löngu fyrr en á 12. til 14.
öld, gjarna á 9. og 10. öld, löngu áður en kristni og latínuletur barst
til landsins. Þetta þótti þeim sagnfræðingum sem einna fyrstir fjöll-
uðu á gagnrýninn hátt um sögumar gransamlegt, þeim Þormóði
Torfasyni og Árna Magnússyni. Þeir vora uppi í árdaga fombréfa-
fræðinnar og því komu þeim þessir málavextir þannig fyrir sjónir
að sögurnar mundu oft vera ótryggar sögulegar heimildir, þar
væri bæði lygi og fals.
Fyrsti kaflinn í riti Þormóðs Torfasonar, Series dynastarum et reg-
um Daniæ (Röð konungsætta og konunga Danmerkur), sem út kom
árið 1702, varð um aldarskeið eitt helsta yfirlit og viðmiðun fræði-
manna um fomsögur íslendinga. Ámi Magnússon mun hafa átt
drjúgan þátt í mótun kaflans.1 Þar andmælir Þormóður mati Am-
1 Sveinbjöm Rafnsson, „Ámi Magnússons historiska kritik", bls. 302-304 og
309-11. Þormóður greinir milli þeirra íslensku sagnaritara á miðöldum sem
skrifuðu um samtíma sinn (sui ævi) og þeirra sem rituðu um löngu liðinn
tíma (longe ante sua tempora), Þormóður Torfason, Series dynastarum, bls. 49.
Þetta er auðvitað upphaf seinni tíma greiningar í „samtíðarsögur" og „for-
tíðarsögur" í miðaldasagnaritun íslendinga, t.d. hjá Jessen og síðar.