Saga - 1996, Side 41
UM HRAFNKELS SOGU FREYSGOÐA
39
Hrafnkels sögu, en sumar af ábendingum Björns og niðurstöður
uni aldur sögunnar eru mjög áþekkar niðurstöðum Opets. Bjöm
bar saman Landnámu og Hrafnkels sögu og þótti mótsagnir sög-
unnar við Landnámu „sína það, að sagan muni vera seint til orðin,
líklega ekki fir en seint á 13. öld".7 Annað sem bendi til að sagan sé
semt samin séu tilvitnanir í fom Iög um féránsdóm. Bjöm segir:
Enn firir þá, sem uppaldir vóm við hin gömlu lög þjóðveld-
isins, var það fullkominn óþarfi að taka þetta fram eins ná-
kvæmlega og sagan gerir, og bendir þetta til, að það sje ekki
skrifað fir enn nokkm eftir að landið komst undir konung.8
Enn fremur bendir Bjöm á það að fyrst dómurinn á Alþingi í sög-
urini sé settur á Lögbergi, sýni það að sagan sé ekki samin fyrr en
ýftir að landið var komið undir konung. Dómar em aldrei haldnir
a Lögbergi samkvæmt Grágás. Á Lögbergsdóm sögunnar hafði
Opet áður bent og lagt út af honum eins og Bjöm. Samkvæmt Bimi
getur sagan ekki verið eldri en frá lokum 13. aldar.9
Hlutar af háskólafyrirlestmm Bjöms vom prentaðir, í umsjá m.a.
Sigurðar Nordals,10 en því miður ekki fyrirlestrar hans um Hrafn-
kýls sögu. Þegar Sigurður Nordal gefur út rit sitt um Hrafnkels
s°gu árið 1940 er greinilegt að hann styðst við hina óprentuðu fyr-
'rlestra Bjöms um söguna þótt hann geti þeirra ekki. Sigurður hef-
ur ekki fremur en Bjöm náð til ritgerðar Opets um söguna.11 En ná-
kyæm tímasetning sögunnar er ekki aðalatriði fyrir Sigurði heldur
Wlkun hennar, og hann leggur fram niðurstöður um það mál sem
sumar er erfitt að sanna eða afsanna með sagnfræðilegum aðferð-
um. Sigurður fullyrðir að aðalviðburðirnir sem sagan segir frá hafi
aldrei gerst.12 Samkvæmt sagnfræðilegum rökum verður það þó
ekki uema líklegt og það höfðu fyrri fræðimenn bent á. Um tilefni
sögunnar segir Sigurður:
Ef nokkur tilgangur væri í sögunni, annar en sá að semja
gott skáldrit, kemur aðeins eitt atriði til mála: að höfundi
hafi verið í mun að halda því fram, að Fljótsdælagoðorð
7 Björn M. Ólsen, „Fomíslensk bókmenntasaga," bls. 2367.
B Bjöm M. Ólsen, „Fomíslensk bókmenntasaga," bls. 2368.
9 Björn M. Ólsen, „Fomíslensk bókmenntasaga," bls. 2373.
10 Bjöm M. Ólsen, íim íslendingasögur, bls. III.
U Sigurður Nordal, Hrafnkatla, bls. 47 neðanmáls. Sjá einnig Óskar Halldórsson,
Uppruni og þema, bls. 14-15.
12 Sigurður Nordal, Hrafnkatla, bls. 66.