Saga - 1996, Page 44
42
SVEINBJÖRN RAFNSSON
arsagna svo að samtíðarsögumar megi verða með ákveðnum
hætti. Hins vegar er það ætlan þeirra Barða og Hermanns að í for-
tíðarsögum sé tekið mið af samtíðarsögum og megi jafnvel sjá af
samtíðarsögum og einstökum atvikum þeirra hverjir, þ.e. hvaða
persónur eða höfundar, hafi samið tilteknar fortíðarsögur. Þekk-
ingarferlið liggur því alltaf í raun í eina átt, þ.e. frá samtíðarsögu til
fortíðarsögu. Atvikalýsingar samtíðarsagna og fortíðarsagna em
bornar saman og þyki samsvaranir margar em ábendingar taldar
komnar fram um höfunda fortíðarsagnanna.
Túlkunarfræði af þessu tagi má auðvitað iðka ýmist í hinu smáa,
t.d. með því að telja bókstafi í sémöfnum, eða í hinu stóra, t.d. með
hugtökum um sekt, synd, refsingu, endurlausn, frelsun og jafnvel
heimsslit. Þetta em alkunnir þankar í guðfræði miðalda, t.d. hjá
meistara Jóakim frá Flora, og þeir lifa góðu lífi í trúarbrögðum,
pólitík og félagslegri hugmyndafræði samtíma okkar. Hvað sem
því líður hefur reynslan sýnt að þeir em næsta varasamir og vand-
meðfamir og vísa oft veg til botnlausrar dulhyggju.
Það er auðvitað ekki útilokað að höfundar fortíðarsagna og
áheyrendur þeirra hafi hugsað á þennan veg og auðvelt er að
leggja fram aragrúa af tilgátum um það. Vandinn er fólginn í að
sýna fram á það með skynsamlegum eða sennilegum hætti. Gera
verður kröfu um ákveðið lágmark af heimildagagnrýni ef túlkun-
argreining á sambandi samtíðarsagna og annarra samtíðarheim-
ilda annars vegar og fortíðarsagna hins vegar á ekki að berast út
um víðan völl með mælskufræðilegum skírskotunum til tilfinn-
ingalífs og ljóðrænna tenginga nútímalesenda.18 Fyrri fræðimenn
hafa lagt mikið af mörkum til að koma viðfangsefninu niður á jörð-
ina, t.d. með því að staðsetja eða tímasetja íslendinga sögur, eins
og rakið hefur verið að nokkru hér á undan. ítarleg rannsókn til að
komast sem næst ritunartíma viðkomandi fomsögu með saman-
burði við Landnámu og lög hlýtur að vera meðal forsendna áður
en farið er að lesa söguna saman við svokallaðar samtíðarsögur.
Annars getur farið illa eins og dæmið um Hrafnkels sögu og Brand
18 Dæmi um slíkt er, Barði Guðmundsson, Höfundur Njdlu, bls. 59: „Þegar alls
þessa er gætt, segir mér hugur um það - að sunnudaginn 12. júlí 1255 - hafi
sem oft endranær - verið regn á Bláskógaheiði." Eða Hermann Pálsson, Hrafn-
kels saga og Freysgyðlingar, bls. 137: „frásögnin af umkomulitlum föður, sem
fellir tár í morgundöggina á Þingvelli, er vonir um réttingu mála hafa brost-
ið."