Saga - 1996, Page 50
48
SVEINBJÖRN RAFNSSON
ur ritaðra gagna helst í gagnstæða átt, þ.e. frá kansellíi konungs til
sýslumanna í formi konungsbréfa og réttarbóta.
Með tilliti til aukinnar skriffinnsku í stjórnun eru ef til vill merk-
ustu ákvæðin þau sem konungur setti að því er virðist árið 1273 og
eiga við sýslumenn. Þau standa í Hirðskrá:
Svo þykjumst vér það og finna, því gjör sem vér eigum
lengur hlut í, að þeir verða hvergi drjúgari til á að minnast
um dómana er yfir sitja, en þeirra þörf er til er um er dæmt,
og hinna ábyrgð heyrir er dæma. Og af því sjáum vér að
það hæfir oss og öðrum þeim sem vér settum yfir dómana,
að héðan af sé þeir dómar er stórum hlutum þykja varða,
einkanlega um manna aftök eða limalát eða þvílíka hluti,
innvirðulega skráðir. Væntum vér að af þeim verði þeim
léttir er dæma, að því síður þurfi um hið sama mál kalls að
gera. Þeim og til samþykktar er um er dæmt, að eigi þurfi
fyrir nokkra vanminni vandræði að aukast um sættar sakir
og dæmt mál. En að þeim verði því ljósari er skrá skal, þá
hæfir þann hátt á að hafa, að fyrst sé greindur sá vetur og sá
tími á tólf mánuðum er dæmt var, þar næst hverjir dæma
eða um hverja eða hvað dæmt var og það með ákvöddum
nöfnum og að greint sé hversu mikið hver skal taka eða
lúka eða fyrir hvað niður falla eða minnka skal, mannsgjöld
eða sárbætur eða aðrar réttarbætur, ef þau atvik eru á, eða
með hverjum sala stefnum og hvar lúkast skal, með þeim
hætti sem stendur í bréfabók konungsins.33
Með þessu voru bréfa- og dómabækur lögboðnar í veldi Noregs-
konungs. Eins og áður var nefnt hafa rit af líku tagi verið gerð á
vegum einstakra íslenskra höfðingja áður en kom til þessarar laga-
setningar, eins og sjá má af Sturlungu. En ekki eru til neinar ís-
lenskar dómabækur frá 13. öld. Þó er alveg ljóst af Áma sögu bisk-
ups að þar er notuð dóma- og bréfabók Þorvarðs Þórarinssonar,
a.m.k. meðan hann var sýslumaður í Árnesþingi.34
33 Hirðskrá 36, NgL II, bls. 431-32.
34 Árna saga biskups, bls. 50-55. Meiri vafi kann að leika á um upplýsingar sög-
unnar um Oddamál og Oddsmál, um Eindriða böggul og Þorvarð, um lög'
töku Jámsíðu o.fl. Allt þarfnast þetta frekari rannsókna. Uppskriftir þær sem
varðveittar em af sáttmálum fslendinga og Noregskonunga frá síðari hluta
13. aldar og upphafi 14. aldar em að öllum líkindum mnnar frá bréfa- og
dómabókum sýslumanna eins og uppskriftir réttarbóta og annarra konungs-
bréfa.